Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja færa undanúrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 07:02 Undanúrslit FA-bikarsins eiga að fara fram á Wembley. Blom UK via Getty Images Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja að undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verði færður af Wembley. Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna. Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira
Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna.
Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira