Diogo Jota: Við eigum eftir níu úrslitaleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 17:45 Diogo Jota fagnar markinu mikilvæga á móti Arsenal á miðvikudagskvöldið. EPA-EFE/NEIL HALL Diogo Jota sér ekkert nema úrslitaleiki fram undan hjá Liverpool liðinu sem á enn möguleika á því að vinna fjórfalt á þessu tímabili. Staðan í ensku úrvalsdeildinni hefur batnað til mikillar muna síðustu vikur og eftir 2-0 sigur á Arsenal er Manchester City nú aðeins með eins stigs forskot. Jota kom Liverpool yfir í leiknum með gríðalega mikilvægu marki. En vissi Jota að Klopp ætlaði að fara að taka hann af velli þegar hann skoraði markið? „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég Mo og Bobby á hliðarlínunni. Ég vissi ekki hvort það væri ég sem væri að fara af velli en ég átti alveg eins von á því. Ef þú vilt enda leik á einhvern hátt þá er ekkert betri en að gera það með marki,“ sagði Diogo Jota í viðtali við heimasíðu Liverpool. Spánverjinn Thiago Alcantara átti stoðsendinguna á hann. „Þegar þú ert með leikmann eins og Thiago á miðjunni þá veistu að ef þú ert á réttum stað þá getur hann séð þig og komið með boltann á þig. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég fékk eitthvað svæði til að vinna með í þessum leik,“ sagði Jota. Það er mikil samkeppni í framlínu Liverpool eftir að félagið keypti Luis Díaz frá Porto og Roberto Firmino náði sér að meiðslunum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) „Það er gott að vera með okkur alla því það er þá hægt að dreifa álaginu og við getum þá komið inn með þessa aukaorku sem við þurfum af því við erum að spila á þriggja daga fresti. Við erum með í öllum keppnum og það eru margir leikir fram undan. Allir verða mikilvægir og það eru spennandi dagar á næstunni,“ sagði Jota. „Við höfum náð að minnka forskot City í eitt stig og núna er þetta undir okkur komið. Níu leikir. Níu úrslitaleikir. Ég trúi því að við getum klárað þetta,“ sagði Jota. „Það er mjög spennandi að vera að keppa á öllum vígstöðvum. Ég tel að við getum unnið alla titla. Við erum samheldnir, vinnum vel saman lið og það eru nokkurn veginn allir heilir. Við getum því barist um alla þessa titla,“ sagði Jota. Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Sjá meira
Staðan í ensku úrvalsdeildinni hefur batnað til mikillar muna síðustu vikur og eftir 2-0 sigur á Arsenal er Manchester City nú aðeins með eins stigs forskot. Jota kom Liverpool yfir í leiknum með gríðalega mikilvægu marki. En vissi Jota að Klopp ætlaði að fara að taka hann af velli þegar hann skoraði markið? „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég Mo og Bobby á hliðarlínunni. Ég vissi ekki hvort það væri ég sem væri að fara af velli en ég átti alveg eins von á því. Ef þú vilt enda leik á einhvern hátt þá er ekkert betri en að gera það með marki,“ sagði Diogo Jota í viðtali við heimasíðu Liverpool. Spánverjinn Thiago Alcantara átti stoðsendinguna á hann. „Þegar þú ert með leikmann eins og Thiago á miðjunni þá veistu að ef þú ert á réttum stað þá getur hann séð þig og komið með boltann á þig. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég fékk eitthvað svæði til að vinna með í þessum leik,“ sagði Jota. Það er mikil samkeppni í framlínu Liverpool eftir að félagið keypti Luis Díaz frá Porto og Roberto Firmino náði sér að meiðslunum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) „Það er gott að vera með okkur alla því það er þá hægt að dreifa álaginu og við getum þá komið inn með þessa aukaorku sem við þurfum af því við erum að spila á þriggja daga fresti. Við erum með í öllum keppnum og það eru margir leikir fram undan. Allir verða mikilvægir og það eru spennandi dagar á næstunni,“ sagði Jota. „Við höfum náð að minnka forskot City í eitt stig og núna er þetta undir okkur komið. Níu leikir. Níu úrslitaleikir. Ég trúi því að við getum klárað þetta,“ sagði Jota. „Það er mjög spennandi að vera að keppa á öllum vígstöðvum. Ég tel að við getum unnið alla titla. Við erum samheldnir, vinnum vel saman lið og það eru nokkurn veginn allir heilir. Við getum því barist um alla þessa titla,“ sagði Jota.
Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Sjá meira