Paul Pogba: Versta martröð fjölskyldunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 08:01 Paul Pogba faðmar markmann sinn David de Gea í leik Manchester United á dögunum. Getty/Simon Stacpoole/ Brotist var inn í hús Manchester United leikmannsins Paul Pogba á meðan hann var að spila í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann lofar verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra seku. „Í fyrrakvöld upplifðum við verstu martröð fjölskyldunnar þegar brotist var inn á heimili okkar og við rænd á meðan börnin okkar voru sofandi í herbergjunum sínum,“ skrifaði Paul Pogba á samfélagsmiðla sína. „Innbrotsþjófarnir voru inn á heimili okkar í minna en fimm mínútur en á þeim tíma tóku þeir frá okkur eitthvað sem er meira virði en nokkuð annað eða öryggistilfinninguna,“ skrifaði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) María Zulay Salaues, kona hans, var á Old Trafford til að fylgjast með sínum manni spila en þau eiga tvö ung börn saman. „Þetta gerðist á lokamínútunum í leiknum í gær þegar þeir vissu að við værum ekki heima. Ég og konan mín drifum okkur heim án þess að vita fyrir vissu hvort börnin okkar væru örugg og ómeidd. Ég sem faðir get vottað það að það er engin tilfinning verri en að geta ekki verið til staðar til að verja börnin mín. Ég vona innilega að enginn þurfi að upplifa það sem ég upplifði í gær,“ skrifaði Pogba. Hann lofar síðan verðlaunum fyrir þann sem getur gefið vísbendingu um hverjir voru að verki. Þeir sem telja sig vita meira geta sent honum póst á rewardpogba@gmail.com. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili þar sem leikmenn í Manchester-liðunum verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Það var brotist inn hjá United-manninum Victor Lindelof í janúar og það var síðan ráðist á City-manninn Joao Cancelo í innbroti í febrúar. Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Sjá meira
„Í fyrrakvöld upplifðum við verstu martröð fjölskyldunnar þegar brotist var inn á heimili okkar og við rænd á meðan börnin okkar voru sofandi í herbergjunum sínum,“ skrifaði Paul Pogba á samfélagsmiðla sína. „Innbrotsþjófarnir voru inn á heimili okkar í minna en fimm mínútur en á þeim tíma tóku þeir frá okkur eitthvað sem er meira virði en nokkuð annað eða öryggistilfinninguna,“ skrifaði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) María Zulay Salaues, kona hans, var á Old Trafford til að fylgjast með sínum manni spila en þau eiga tvö ung börn saman. „Þetta gerðist á lokamínútunum í leiknum í gær þegar þeir vissu að við værum ekki heima. Ég og konan mín drifum okkur heim án þess að vita fyrir vissu hvort börnin okkar væru örugg og ómeidd. Ég sem faðir get vottað það að það er engin tilfinning verri en að geta ekki verið til staðar til að verja börnin mín. Ég vona innilega að enginn þurfi að upplifa það sem ég upplifði í gær,“ skrifaði Pogba. Hann lofar síðan verðlaunum fyrir þann sem getur gefið vísbendingu um hverjir voru að verki. Þeir sem telja sig vita meira geta sent honum póst á rewardpogba@gmail.com. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili þar sem leikmenn í Manchester-liðunum verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Það var brotist inn hjá United-manninum Victor Lindelof í janúar og það var síðan ráðist á City-manninn Joao Cancelo í innbroti í febrúar.
Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Sjá meira