Allra síðasti séns í dag að fá EM-miða í stuðningsmannahólf íslenska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 09:30 Berglind Björg Þorvaldóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagna marki gegn Tékklandi í október Vísir/Hulda Margrét Miðar á EM-leiki íslensku stelpnanna á móti gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester hafa selst fljótt upp en í dag er síðasti möguleikinn á að ná sér í svokallaða DOTTIR miða á EM 2022. Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new) EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira