Chelsea dregur beiðnina um að leika fyrir luktum dyrum til baka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. mars 2022 17:45 Chelsea hefur dregið beiðni sína um að leika fyrir luktum dyrum gegn Middlesbrough í átta liða úrslitum FA-bikarsins til baka. James Gill - Danehouse/Getty Images Fyrr í dag bárust fregnir af því að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi biðlað til enska knattspyrnusambandsins um að leikur liðsins gegn Middlesbrough í FA-bikarnum næstkomandi laugardag færi fram fyrir luktum dyrum. Félagið hefur nú dregið þá beiðni til baka. Sú ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að frysta eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, hefur haft töluverð áhrif á starfsemi félagsins. Það má til að mynda ekki selja miða á leiki og aðeins ársmiðahafar mega mæta á þá. Félagið ákvað því að senda inn formlega beiðni til enska knattspyrnufélagsins um að bikarleikur liðsins gegn Middlebrough næstkomandi laugardag yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Það hefði þá þýtt að ekki einu sinni stuðningsmenn Middlesbrough hefðu mátt mæta á leikinn, en forráðamenn B-deildarliðsins skildu hvorki upp né niður í þessari beiðni. „Það að leggja það til að Middlesbrough og stuðningsmenn félagsins verði refsað er ekki bara gríðarlega óréttlátt heldur er enginn fótur fyrir beiðninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að forráðamönnum Middlesbrough þættu útskýringar Chelsea á beiðninni kaldhæðnislegar. „Í ljósi ástæðunnar fyrir því að Chelsea var beitt refsiaðgerðum er það mjög kaldhæðnislegt að félagið tali um heiðarleika í íþróttum sem ástæðu þess að spila ætti leikinn án áhorfenda.“ Enska knattspyrnusambandið ætlaði að taka málið fyrir á morgun, en nú hefur Chelsea hins vegar dregið beiðnina til baka. Stuðningsmenn Middlesbrough ættu því að geta mætt á heimavöll liðsins næstkomandi laugardag þegar Chelsea mætir í heimsókn í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Middlesbrough hefur nú þegar slegið Manchester United og Tottenham úr leik, en takist þeim að skáka Evrópumeisturunum tryggir liðið sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti síðan 2006. Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Sú ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að frysta eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, hefur haft töluverð áhrif á starfsemi félagsins. Það má til að mynda ekki selja miða á leiki og aðeins ársmiðahafar mega mæta á þá. Félagið ákvað því að senda inn formlega beiðni til enska knattspyrnufélagsins um að bikarleikur liðsins gegn Middlebrough næstkomandi laugardag yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Það hefði þá þýtt að ekki einu sinni stuðningsmenn Middlesbrough hefðu mátt mæta á leikinn, en forráðamenn B-deildarliðsins skildu hvorki upp né niður í þessari beiðni. „Það að leggja það til að Middlesbrough og stuðningsmenn félagsins verði refsað er ekki bara gríðarlega óréttlátt heldur er enginn fótur fyrir beiðninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að forráðamönnum Middlesbrough þættu útskýringar Chelsea á beiðninni kaldhæðnislegar. „Í ljósi ástæðunnar fyrir því að Chelsea var beitt refsiaðgerðum er það mjög kaldhæðnislegt að félagið tali um heiðarleika í íþróttum sem ástæðu þess að spila ætti leikinn án áhorfenda.“ Enska knattspyrnusambandið ætlaði að taka málið fyrir á morgun, en nú hefur Chelsea hins vegar dregið beiðnina til baka. Stuðningsmenn Middlesbrough ættu því að geta mætt á heimavöll liðsins næstkomandi laugardag þegar Chelsea mætir í heimsókn í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Middlesbrough hefur nú þegar slegið Manchester United og Tottenham úr leik, en takist þeim að skáka Evrópumeisturunum tryggir liðið sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti síðan 2006.
Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira