„Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. mars 2022 10:00 Síðasta áratug hefur Salóme Guðmundsdóttir lifað og hrærst í tækni- og sprotaumhverfinu en þótt hún sé í fæðingarorlofi situr hún í stjórnum og hefur undanfarið verið að taka að sér ýmiss spennandi verkefni fyrir vísisjóðinn Eyri og Háskólann í Reykjavík. Besta hugleiðslan segir Salóme þó felast í því að dunda sér í eldhúsinu. Vísir/Vilhelm Með tvö lítil börn er ekki laust við að bensínið sé búið um tíuleytið á kvöldin segir Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona og sérfræðingur í nýsköpun sem um þessar mundir er í fæðingarorlofi. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Þessa dagana vakna ég yfirleitt um sjö leytið þegar sonur okkar sem er þriggja ára skríður upp í eða dóttir okkar sem er rétt að verða níu mánaða lætur okkur vita að hún sé tilbúin að fara á fætur. Það getur alveg verið töluvert fyrr. Annars þykir mér almennt mjög gott að vakna snemma, helst á meðan aðrir sofa, taka mig til í rólegheitum, fara yfir dagskrána og setja mig í stellingar fyrir daginn framundan.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er í fæðingarorlofi og get því leyft mér að fara frekar rólega inn í daginn. Þegar börnin hafa fengið að borða og sonur minn kominn í leikskólann fer ég gjarnan á æfingu sem er mitt vítamín boozt. Svo kem ég heim og nostra við fyrstu máltíð dagsins. Að dunda sér í eldhúsinu er ein besta hugleiðsla sem ég veit.“ Af gömlum og góðum íslenskum heimilismat, svona eins og þú fékkst hjá mömmu eða ömmu, hvaða réttur er í uppáhaldi? Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu. Mamma hefur svo tekið við keflinu.“ Salóme segist frekar gamaldags í skipulagi því hún notar hefðbundna dagbók til að halda utan um fundi og verkefni fram undan. Til dæmis staðfestir hún fundarboð í tölvupóstinum en skrifar fundina líka niður í bókina góðu. Salóme segir ýmsar skemmtilegar hugmyndir vera að fæðast í fæðingarorlofinu og þá sé gott að gefa sér ró og næði, til að finna hvaða athygli nærir mann best. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í fæðingarorlofinu höfum við mæðgur haft það huggulegt. Margar góðar konur í kringum mig hafa eignast börn á svipuðum tíma þannig að við höfum fengið góðan félagsskap. Annars eru ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem fæðast þegar maður nær að gíra sig aðeins niður og veita því betur athygli hvað það er sem nærir mann mest. Undanfarið hef ég síðan verið að taka að mér ýmis spennandi verkefni fyrir vísisjóðinn Eyri og Háskólann í Reykjavík. Það sem þessi verkefni eiga gjarnan sameiginlegt er að stuðla að aukinni verðmætasköpun með nýsköpun og frumkvöðlastarfi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er búin að lifa og hrærast í tækni- og sprotaumhverfinu í að verða áratug en er enn af gamla skólanum hvað þetta varðar og er til dæmis með hefðbundna dagbók þar sem ég held utan um alla fundi og verkefni framundan. Ég nota dagatalið sem er tengt tölvupóstinum til að boða og samþykkja fundi, en þetta fer allt saman í bókina líka. Almennt séð finnst mér best að nota blað og penna eða töflu og túss þar sem ég hef verkefnin og tímalínuna fyrir framan mig. Þannig þykir mér gott að forgangsraða og skipuleggja mig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Með tvö lítil börn er maður yfirleitt búinn með allt bensín um tíu leytið. Einhvern veginn tekst mér samt að draga það fram til ellefu tólf að hverfa inn í draumalandið! En ég reyni eftir fremsta megni að passa upp á að fá góðan nætursvefn.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). 5. mars 2022 10:01 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 „Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. 19. febrúar 2022 10:01 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Þessa dagana vakna ég yfirleitt um sjö leytið þegar sonur okkar sem er þriggja ára skríður upp í eða dóttir okkar sem er rétt að verða níu mánaða lætur okkur vita að hún sé tilbúin að fara á fætur. Það getur alveg verið töluvert fyrr. Annars þykir mér almennt mjög gott að vakna snemma, helst á meðan aðrir sofa, taka mig til í rólegheitum, fara yfir dagskrána og setja mig í stellingar fyrir daginn framundan.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er í fæðingarorlofi og get því leyft mér að fara frekar rólega inn í daginn. Þegar börnin hafa fengið að borða og sonur minn kominn í leikskólann fer ég gjarnan á æfingu sem er mitt vítamín boozt. Svo kem ég heim og nostra við fyrstu máltíð dagsins. Að dunda sér í eldhúsinu er ein besta hugleiðsla sem ég veit.“ Af gömlum og góðum íslenskum heimilismat, svona eins og þú fékkst hjá mömmu eða ömmu, hvaða réttur er í uppáhaldi? Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu. Mamma hefur svo tekið við keflinu.“ Salóme segist frekar gamaldags í skipulagi því hún notar hefðbundna dagbók til að halda utan um fundi og verkefni fram undan. Til dæmis staðfestir hún fundarboð í tölvupóstinum en skrifar fundina líka niður í bókina góðu. Salóme segir ýmsar skemmtilegar hugmyndir vera að fæðast í fæðingarorlofinu og þá sé gott að gefa sér ró og næði, til að finna hvaða athygli nærir mann best. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í fæðingarorlofinu höfum við mæðgur haft það huggulegt. Margar góðar konur í kringum mig hafa eignast börn á svipuðum tíma þannig að við höfum fengið góðan félagsskap. Annars eru ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem fæðast þegar maður nær að gíra sig aðeins niður og veita því betur athygli hvað það er sem nærir mann mest. Undanfarið hef ég síðan verið að taka að mér ýmis spennandi verkefni fyrir vísisjóðinn Eyri og Háskólann í Reykjavík. Það sem þessi verkefni eiga gjarnan sameiginlegt er að stuðla að aukinni verðmætasköpun með nýsköpun og frumkvöðlastarfi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er búin að lifa og hrærast í tækni- og sprotaumhverfinu í að verða áratug en er enn af gamla skólanum hvað þetta varðar og er til dæmis með hefðbundna dagbók þar sem ég held utan um alla fundi og verkefni framundan. Ég nota dagatalið sem er tengt tölvupóstinum til að boða og samþykkja fundi, en þetta fer allt saman í bókina líka. Almennt séð finnst mér best að nota blað og penna eða töflu og túss þar sem ég hef verkefnin og tímalínuna fyrir framan mig. Þannig þykir mér gott að forgangsraða og skipuleggja mig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Með tvö lítil börn er maður yfirleitt búinn með allt bensín um tíu leytið. Einhvern veginn tekst mér samt að draga það fram til ellefu tólf að hverfa inn í draumalandið! En ég reyni eftir fremsta megni að passa upp á að fá góðan nætursvefn.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). 5. mars 2022 10:01 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 „Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. 19. febrúar 2022 10:01 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00
Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). 5. mars 2022 10:01
Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00
„Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. 19. febrúar 2022 10:01
Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00