Amanda Staveley hjá Newcastle: Ósanngjarnt að Roman verði að selja Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 15:30 Roman Abramovich sést hér fylgjast með Chelsea spila í eigandasvítunni á Stamford Bridge. Fljótlega fær einhver annar lyklavöldin. AP/Matt Dunham Innrás Rússa í Úkraínu mun breyta landslagi ensku úrvalsdeildarinnar til framtíðar því einn farsælasti eigandinn í deildinni hefur verið þvingaður til að selja félagið sitt. Þar erum við auðvitað að tala um Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley. Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley.
Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira