Tuchel hélt uppi vörnum fyrir Kepa Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. febrúar 2022 07:01 Skiptingin umdeilda. vísir/Getty Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir það hafa verið rétta ákvörðun að skipta Kepa Arrizabalaga inn fyrir Edouard Mendy í lok framlengingar í úrslitaleik Liverpool og Chelsea í gær. Mendy hafði átt frábæran leik á milli stanganna en Tuchel segir alla hjá Chelsea meðvitaða um að Kepa sé þeirra besti maður þegar kemur að því að verjast vítaspyrnum. „Við höfum gert þetta áður með Kepa. Hann er aðeins betri í því að verja vítaspyrnur og þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ segir Tuchel. Kepa náði hins vegar ekki að verja eina einustu spyrnu Liverpool manna og fór að lokum svo að hann þurfti sjálfur að fara á vítapunktinn eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk. Þar brást honum bogalistin og titillinn því Liverpool manna. „Það er óvenjulegt að allir ellefu leikmennirnir þurfi að taka víti. Hann var of fljótur á sér. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Tuchel um vítaspyrnu Kepa. „Það er hart að kenna honum um og þó við finnum til með honum þá er tapið ekki honum að kenna. Við tókum þessa ákvörðun. Sömu ákvörðun og við tókum síðast þegar við fórum í vítaspyrnukeppni því Kepa æfir sig í að verja vítaspyrnur daglega og við vitum hve góður hann er í því.“ „Hann hefur einfaldlega meiri tíma en Edou (Edouard Mendy) á æfingasvæðinu því Edou spilar miklu meira,“ sagði Tuchel og var mikið í mun að verja ákvörðun sína. „Það vita allir í liðinu hve góður Kepa er í að verja víti. Það á líka sinn þátt í hve góðar spyrnurnar okkar voru. Því miður náði hann engri vörslu því vítin þeirra voru stórkostleg,“ segir Tuchel. To fall and rise.Disappointed after big effort during the tournament. We keep working.Thanks @chelseafc family for your support. pic.twitter.com/yu2FkZlG4h— Kepa Arrizabalaga (@kepa_46) February 27, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir „Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. 27. febrúar 2022 20:42 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Mendy hafði átt frábæran leik á milli stanganna en Tuchel segir alla hjá Chelsea meðvitaða um að Kepa sé þeirra besti maður þegar kemur að því að verjast vítaspyrnum. „Við höfum gert þetta áður með Kepa. Hann er aðeins betri í því að verja vítaspyrnur og þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ segir Tuchel. Kepa náði hins vegar ekki að verja eina einustu spyrnu Liverpool manna og fór að lokum svo að hann þurfti sjálfur að fara á vítapunktinn eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk. Þar brást honum bogalistin og titillinn því Liverpool manna. „Það er óvenjulegt að allir ellefu leikmennirnir þurfi að taka víti. Hann var of fljótur á sér. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Tuchel um vítaspyrnu Kepa. „Það er hart að kenna honum um og þó við finnum til með honum þá er tapið ekki honum að kenna. Við tókum þessa ákvörðun. Sömu ákvörðun og við tókum síðast þegar við fórum í vítaspyrnukeppni því Kepa æfir sig í að verja vítaspyrnur daglega og við vitum hve góður hann er í því.“ „Hann hefur einfaldlega meiri tíma en Edou (Edouard Mendy) á æfingasvæðinu því Edou spilar miklu meira,“ sagði Tuchel og var mikið í mun að verja ákvörðun sína. „Það vita allir í liðinu hve góður Kepa er í að verja víti. Það á líka sinn þátt í hve góðar spyrnurnar okkar voru. Því miður náði hann engri vörslu því vítin þeirra voru stórkostleg,“ segir Tuchel. To fall and rise.Disappointed after big effort during the tournament. We keep working.Thanks @chelseafc family for your support. pic.twitter.com/yu2FkZlG4h— Kepa Arrizabalaga (@kepa_46) February 27, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir „Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. 27. febrúar 2022 20:42 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
„Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. 27. febrúar 2022 20:42
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32