Skömmu eftir að Phil Foden kom Man City í forystu á 81.mínútu handlék liðsfélagi hans, Rodri, boltann innan vítateigs Man City.
Dómarinn stöðvaði leikinn til að láta skoða atvikið gaumgæfilega í VAR og eftir langan umhugsunartíma ákvað dómarateymið að dæma ekki víti.
Lampard var öskureiður í leikslok og segir ekkert geta afsakað þessi mistök dómaranna.
„Þeir eyddu tveimur mínutum í að skoða þetta og hvernig þeim dettur í hug að dæma ekki víti þegar boltinn fer beint í höndina á honum í ónáttúrulegri stöðu er ótrúlegt. Ég á þriggja ára dóttir heima sem hefði getað séð að þetta var vítaspyrna,“ segir Lampard og heldur áfram að hrauna yfir dómarateymið.
„Mistök eru þegar þú gerðir eitthvað rangt og hafðir ekki tíma til að hugsa um það. Þeir höfðu tvær mínútur til að hugsa þetta. Þetta er bara í besta falli vanhæfni,“ segir Lampard.
I ve got a three-year-old daughter at home who could tell you that s a penalty.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 26, 2022
Frank Lampard made his thoughts clear on Rodri s controversial handball pic.twitter.com/JIZXYFqhcl