„Þá kemur íslenski víkingurinn enn meira inn í þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 08:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á ferðinni í hlýjunni í Kaliforníu í 1-0 sigrinum gegn Nýja-Sjálandi aðfaranótt föstudags. Getty/Ronald Martinez Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu í fótbolta búa sig undir „íslenskar“ aðstæður í úrslitaleiknum við Bandaríkin í nótt í SheBelieves Cup. Íslenska liðið er nú mætt úr sólinni í Kaliforníu, eftir sigra á Nýja-Sjálandi og Tékklandi, í kuldann í Texas þar sem leikið verður við Bandaríkin á Toyota Stadium fyrir framan á annan tug þúsunda áhorfenda. Þar freista stelpurnar okkar þess að vinna sinn fyrsta titil og jafntefli dugir liðinu til þess: „Það á að vera einhver slydda og frost en ég held að það henti okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldann og vonda veðrið og þá kemur „íslenski víkingurinn“ enn meira inn í þetta. Ég held að þetta hafi alla vega engin áhrif á okkur og það er bara gaman að smá kulda og snjó,“ sagði Gunnhildur við Vísi á blaðamannafjarfundi í gær. Gaman að taka þátt í þessu rétt fyrir EM Fyrirliðinn er stoltur af frammistöðu Íslands á mótinu til þessa enda Ísland búið að spila vel og vinna báða leiki sína þrátt fyrir að tíu breytingar væru á byrjunarliðinu á milli leikja: „Þetta er stórglæsilegt mót og risastórt hérna í Bandaríkjunum þannig að það er gaman að fá að taka þátt í þessu, rétt fyrir EM líka. Leikirnir hafa þróast vel og ég hef verið mjög ánægð með spilamennskuna og „fightið“ sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það fá líka allir að spila og það er gott að fá góða samkeppni. Ég er mjög ánægð,“ sagði Gunnhildur sem spilar með liði Orlando Pride í Bandaríkjunum. Gaman að vinna titil og gæfi liðinu „búst“ Hún tekur undir að sigur gegn heimsmeisturunum myndi gera mikið fyrir íslenska liðið á EM-ári: „Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því, en bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur „búst“ að spila vel á móti þannig þjóð. Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað. Ég held að Bandaríkjamenn hafi búist við því að fá úrslitaleik við Ísland en mér finnst öll liðin á þessu móti hafa verið geggjuð. Tékkland og Nýja-Sjáland gáfu okkur góða leiki og undirbúning fyrir leikinn á morgun. Bandaríkin búast við að vinna, þær eru bara þannig, en við þurfum að láta þær hafa því sem þær ætla að gera og vonandi lendir þetta okkar megin,“ sagði Gunnhildur. EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Íslenska liðið er nú mætt úr sólinni í Kaliforníu, eftir sigra á Nýja-Sjálandi og Tékklandi, í kuldann í Texas þar sem leikið verður við Bandaríkin á Toyota Stadium fyrir framan á annan tug þúsunda áhorfenda. Þar freista stelpurnar okkar þess að vinna sinn fyrsta titil og jafntefli dugir liðinu til þess: „Það á að vera einhver slydda og frost en ég held að það henti okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldann og vonda veðrið og þá kemur „íslenski víkingurinn“ enn meira inn í þetta. Ég held að þetta hafi alla vega engin áhrif á okkur og það er bara gaman að smá kulda og snjó,“ sagði Gunnhildur við Vísi á blaðamannafjarfundi í gær. Gaman að taka þátt í þessu rétt fyrir EM Fyrirliðinn er stoltur af frammistöðu Íslands á mótinu til þessa enda Ísland búið að spila vel og vinna báða leiki sína þrátt fyrir að tíu breytingar væru á byrjunarliðinu á milli leikja: „Þetta er stórglæsilegt mót og risastórt hérna í Bandaríkjunum þannig að það er gaman að fá að taka þátt í þessu, rétt fyrir EM líka. Leikirnir hafa þróast vel og ég hef verið mjög ánægð með spilamennskuna og „fightið“ sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það fá líka allir að spila og það er gott að fá góða samkeppni. Ég er mjög ánægð,“ sagði Gunnhildur sem spilar með liði Orlando Pride í Bandaríkjunum. Gaman að vinna titil og gæfi liðinu „búst“ Hún tekur undir að sigur gegn heimsmeisturunum myndi gera mikið fyrir íslenska liðið á EM-ári: „Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því, en bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur „búst“ að spila vel á móti þannig þjóð. Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað. Ég held að Bandaríkjamenn hafi búist við því að fá úrslitaleik við Ísland en mér finnst öll liðin á þessu móti hafa verið geggjuð. Tékkland og Nýja-Sjáland gáfu okkur góða leiki og undirbúning fyrir leikinn á morgun. Bandaríkin búast við að vinna, þær eru bara þannig, en við þurfum að láta þær hafa því sem þær ætla að gera og vonandi lendir þetta okkar megin,“ sagði Gunnhildur.
EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira