Carra: Leeds leikurinn nú kannski mikilvægari fyrir Liverpool en úrslitaleikurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 09:01 Sadio Mane skorar hér markið sitt á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Getty/ Joe Prior Þetta er stór vika fyrir Liverpool á heimavígstöðvunum. Deildarleikur á Anfield á miðvikudagskvöldið og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn. Eftir úrslit helgarinnar er deildarleikurinn orðinn stærri en áður. Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, fagnaði því að fá meiri spennu í titilbaráttuna eftir að Liverpool vann upp þrjú stig á topplið Manchester City um helgina. Liverpool vann sinn leik á móti Norwich á meðan Manchester City tapaði á heimavelli á móti Tottenham. Það þýðir að nú munar sex stigum á City og Liverpool auk þess að Liverpool á einn leik til góða. Hann er á móti Leeds á miðvikudaginn kemur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Nú líður manni eins og deildarleikurinn á móti Leeds á miðvikudaginn sé orðinn mikilvægari en bikarúrslitaleikurinn á móti Chelsea á sunnudaginn,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Liverpool hefur aldrei orðið bikarmeistari undir stjórn Jürgen Klopp, hvorki í enska bikarnum né í enska deildabikarnum. „Það er kannski smá von að fæðast um að Liverpool geti gert eitthvað í titilbaráttunni og hún birtist kannski fyrst þegar Manchester City tapaði stigum á móti Southampton. Það var í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir misstu af einhverjum stigum,“ sagði Carragher. „Þú sérð sjaldan lið Pep Guardiola láta ýta sér svona aftarlega á völlinn eins og á móti Tottenham. Ég myndi því segja að þeir séu í heita sætinu. Það er samt risastórt verkefni fyrir öll lið að gera eitthvað á móti City og það verður ekki auðvelt fyrir gæðalið eins og Liverpool að koma hingað og vinna,“ sagði Carragher. „Það frábæra við þessi úrslit, ekki bara fyrir stuðningsmenn Liverpool, heldur fyrir allt landið er að það lítur núna út fyrir það að við fáum baráttu um titilinn. Fyrir fjórum eða sex vikum þá leit alls ekki út fyrir það. Vonandi verður það þannig áfram,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira
Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, fagnaði því að fá meiri spennu í titilbaráttuna eftir að Liverpool vann upp þrjú stig á topplið Manchester City um helgina. Liverpool vann sinn leik á móti Norwich á meðan Manchester City tapaði á heimavelli á móti Tottenham. Það þýðir að nú munar sex stigum á City og Liverpool auk þess að Liverpool á einn leik til góða. Hann er á móti Leeds á miðvikudaginn kemur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Nú líður manni eins og deildarleikurinn á móti Leeds á miðvikudaginn sé orðinn mikilvægari en bikarúrslitaleikurinn á móti Chelsea á sunnudaginn,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Liverpool hefur aldrei orðið bikarmeistari undir stjórn Jürgen Klopp, hvorki í enska bikarnum né í enska deildabikarnum. „Það er kannski smá von að fæðast um að Liverpool geti gert eitthvað í titilbaráttunni og hún birtist kannski fyrst þegar Manchester City tapaði stigum á móti Southampton. Það var í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir misstu af einhverjum stigum,“ sagði Carragher. „Þú sérð sjaldan lið Pep Guardiola láta ýta sér svona aftarlega á völlinn eins og á móti Tottenham. Ég myndi því segja að þeir séu í heita sætinu. Það er samt risastórt verkefni fyrir öll lið að gera eitthvað á móti City og það verður ekki auðvelt fyrir gæðalið eins og Liverpool að koma hingað og vinna,“ sagði Carragher. „Það frábæra við þessi úrslit, ekki bara fyrir stuðningsmenn Liverpool, heldur fyrir allt landið er að það lítur núna út fyrir það að við fáum baráttu um titilinn. Fyrir fjórum eða sex vikum þá leit alls ekki út fyrir það. Vonandi verður það þannig áfram,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira