„Þessi hugmyndabíll er hluti af stefnu fyrirtækisins í þá átt að verða 100 prósent rafblandað fyrirtæki fyrir árið 2030,“ sagði í tilkynningu Renault. Bíllinn hefur enn ekki hlotið nafn, opinberlega hið minnsta.
Rafblandað fyrirtæki myndi þýða að allir bílar eru rafbílar og Renault notar allar gerðir aflgjafa sem knýja rafmótora, það eru rafhlöður og vetni og hvað eina annað sem kann að verða til.
Renault hefur sagt að hugmyndabíllinn muni notast við endurunnin efni. Endanlegur hugmyndabíll verður kynntur í maí. Það verður áhugavert að fylgjast með gengi vetnisbílsins og hvort Renault sé að gera rétt með að tvítryggja sig með því að takast á við vetni samhliða rafhlöðubílum í rafvæðingu sinni.