City gerði fjórar tilraunir til að fá Kane Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 11:46 Manchester City reyndi ítrekað að fá Harry Kane í sínar raðir í sumar. Shaun Botterill/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið hafi gert fjórar tilraunir til að fá enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane frá Tottenham í sumar. Guardiola viðurkennir einnig að hann hafi haft áhyggjur af því að tímabilið gæti verið í hættu þar sem liðinu vantar framherja. Þegar við skoðum stigatöfluna í ensku úrvalsdeildinni í dag sjáum við hins vegar að þær áhyggjur voru líklega óþarfar. City trónir á toppi deildarinnar með níu stiga forskot. Manchester City tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þetta verður í fyrsta skipti sem Harry Kane mætir City eftir að liðið reyndi til hins ítrasta að kaupa hann í sumar. Kane var ekki í leikmannahóp Tottenham þegar liðið tók á móti City í upphafi tímabils. Guardiola sagði frá því á dögunum að City hefði ítrekað reynt að fá Kane í sínar raðir, en forráðamenn Tottenham hafi staðið fastir á sínu. „Ég hef aldrei, á mínum ellefu eða tólf ára þjálfaraferli, orðið vonsvikinn yfir því að félagið geti ekki gert eitthvað á leikmannamarkaðinumm,“ sagði Spánverjinn. „Ég hef aldrei reynt að búa til eitthvað vandamál af því að ég stend fyrir félagið og félagið er alltaf hærra sett en ég sjálfur.“ „Við reyndum [að kaupa Kane] en þau kaup voru langt frá því að ganga í gegn af því að Tottenham stóð fast á sínu. Þegar það gerist, tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, þá er þetta búið.“ Eins og áður segir hefur gengi City í ensku úrvalsdeildinni verið gott á tímabilinu, en Guardiola segir að hann hafi ekki getað vitað það fyrirfram. „Við getum talað um það núna að allt gangi vel hjá okkur þrátt fyrir það að Kane hafi ekki komið. En á þeim tíma gátum við ekki vitað það. Við töpuðum á móti Leicester í Samfélagsskildinum og svo Tottenham í fyrstu umferð þannig að á þeim tímapunkti gat ég ekki vitað hvað myndi gerast á næstu vikum,“ sagði Guardiola að lokum. Manchester City og Tottenham mætast í seinasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, en City er eins og áður segir í baráttu um Englandsmeistaratitilinn á meðan Tottenham þarf sárlega á stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira
Guardiola viðurkennir einnig að hann hafi haft áhyggjur af því að tímabilið gæti verið í hættu þar sem liðinu vantar framherja. Þegar við skoðum stigatöfluna í ensku úrvalsdeildinni í dag sjáum við hins vegar að þær áhyggjur voru líklega óþarfar. City trónir á toppi deildarinnar með níu stiga forskot. Manchester City tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þetta verður í fyrsta skipti sem Harry Kane mætir City eftir að liðið reyndi til hins ítrasta að kaupa hann í sumar. Kane var ekki í leikmannahóp Tottenham þegar liðið tók á móti City í upphafi tímabils. Guardiola sagði frá því á dögunum að City hefði ítrekað reynt að fá Kane í sínar raðir, en forráðamenn Tottenham hafi staðið fastir á sínu. „Ég hef aldrei, á mínum ellefu eða tólf ára þjálfaraferli, orðið vonsvikinn yfir því að félagið geti ekki gert eitthvað á leikmannamarkaðinumm,“ sagði Spánverjinn. „Ég hef aldrei reynt að búa til eitthvað vandamál af því að ég stend fyrir félagið og félagið er alltaf hærra sett en ég sjálfur.“ „Við reyndum [að kaupa Kane] en þau kaup voru langt frá því að ganga í gegn af því að Tottenham stóð fast á sínu. Þegar það gerist, tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, þá er þetta búið.“ Eins og áður segir hefur gengi City í ensku úrvalsdeildinni verið gott á tímabilinu, en Guardiola segir að hann hafi ekki getað vitað það fyrirfram. „Við getum talað um það núna að allt gangi vel hjá okkur þrátt fyrir það að Kane hafi ekki komið. En á þeim tíma gátum við ekki vitað það. Við töpuðum á móti Leicester í Samfélagsskildinum og svo Tottenham í fyrstu umferð þannig að á þeim tímapunkti gat ég ekki vitað hvað myndi gerast á næstu vikum,“ sagði Guardiola að lokum. Manchester City og Tottenham mætast í seinasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, en City er eins og áður segir í baráttu um Englandsmeistaratitilinn á meðan Tottenham þarf sárlega á stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira