Skilur ekki af hverju fjölmiðlar reyna að búa til vandamál milli sín og félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 07:01 Antonio Conte furðar sig á því að verið sé að reyna að skapa vandamál á milli sín og Tottenham. Marc Atkins/Getty Images Antonio Conte, knatsspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt fjölmiðla á Bretlandseyjum fyrir að reyna að búa til vandamál á milli sín og félagsins sem hann þjálfar. Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“ Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti