Kátur að vera kominn í eitt stærsta handboltafélag heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2022 10:01 Bjarki Már Elísson ásamt László Nagy, íþróttastjóra Veszprém. veszprém Bjarki Már Elísson kveðst afar ánægður með að hafa samið við ungverska stórliðið Veszprém. Bjarki hefur skrifað undir tveggja ára samning við Veszprém og gengur í raðið liðsins frá Lemgo í sumar. Hann hefur leikið með Lemgo undanfarin þrjú tímabil en greindi frá því fyrir EM að hann myndi að róa á önnur mið í sumar. Hann var þá ekki kominn með samning hjá öðru félagi. „Ég fékk bara skilaboð frá umboðsmanninum mínum að Veszprém hefði áhuga og þá gerðist þetta hratt. Þetta kom upp fyrir tveimur eða þremur vikum, stuttu eftir EM. Ég var strax áhugasamur enda eitt stærsta handboltafélag heims. Ég er bara glaður að þetta hafi gengið í gegn,“ sagði Bjarki um aðdraganda félagaskiptanna í samtali við Vísi í gær. Sáttur í Ungverjalandi Allir leikir Íslands á EM fóru fram í Búdapest í Ungverjalandi. Var hann svona ánægður þar að hann vildi flytja til Ungverjalands? „Ég kunni vel við mig þarna. Þetta er fínn staður. Ég sá reyndar voða lítið annað en hótelið og keppnishöllina. En konan mín var þarna og hún gaf Búdapest mjög góða einkunn,“ sagði Bjarki léttur en sem kunnugt er þurfti hann að dúsa í einangrun í viku á EM. Veszprém kom inn í myndina hjá Bjarka eftir Evrópumótið.getty/Sanjin Strukic „En mér er svo sem alveg sama hvar ég er staðsettur. Þetta snýst bara um að mig langaði að spila í einu af bestu liðum heims og fannst ég hafa getuna í það. Mig langaði líka að spila í Meistaradeildinni sem ég hef aldrei prófað. Þetta hakaði í flest boxin,“ sagði Bjarki. Að hans sögn hafði hann ýmsa kosti í stöðunni en enginn var jafn spennandi og Veszprém. „Það var áhugi einhvers staðar frá en ekkert sem var komið lengra. Það var líka frá mér, það voru lið sem voru ekki á þessu kaliberi. Ég var ekki tilbúinn að skoða það strax og ýtti því eiginlega frá mér,“ sagði Bjarki. Öðruvísi hlutverk Hjá Veszprém mun Bjarki deila stöðu vinstri hornamanns með Króatanum öfluga Manuel Strlek. Hann þarf því að venjast nýjum veruleika en hjá Lemgo spilar hann nánast hverja einustu mínútu. Bjarki fyllir skarð Norður-Makedóníumannsins Dejans Manaskov hjá Veszprém.getty/Kolektiff Images „Þeir fá mig því það hefur gengið vel hjá mér og ég skorað mikið af mörkum. Ég býst við því að það verði áfram mitt hlutverk. Þeir eru með annan frábæran hornamann þannig að þetta verður öðruvísi staða en ég er í núna. Ég get ekki gengið að því vísu að spila sextíu mínútur í leik eins og núna og þetta er hörku samkeppni. Hlutverkið verður öðruvísi en gaman að takast á við það. Ég hef alveg verið í svona stöðu áður,“ sagði Bjarki. Enn sannfærðari eftir að hafa talað við Aron Hann verður annar Íslendingurinn til að leika með Veszprém. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var á mála hjá félaginu á árunum 2015-17. Bjarki heyrði í Aroni áður en hann skrifaði undir hjá Veszprém og hann gaf félaginu góð mæðmæli. Aron Pálmarsson varð tvisvar sinnum ungverskur meistari með Veszprém og var hársbreidd frá því að vinna Meistaradeild Evrópu með liðinu.getty/Juergen Schwarz „Hann bar félaginu söguna vel. Honum leið vel þarna þótt hann hafi viljað fara áður en samningurinn hans rann út. Það er mikið lagt upp úr því að leikmönnum líði vel þarna og mikið gert fyrir þá. Eftir að hafa rætt við Aron var ég enn sannfærðari um að þetta væri rétta skrefið,“ sagði Bjarki. Orðsporið skiptir máli Hann hefur átt afar góðu gengi að fagna með Lemgo, varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar fyrsta tímabilið sitt hjá liðinu og varð svo bikarmeistari með því á síðasta tímabili. Bjarki er fjórði markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni sem stendur.vísir/vilhelm Lemgo er í 9. sæti þýsku deildarinnar en Evrópusæti er ekki fjarlægur möguleiki. Lemgo er einnig komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar, þar sem liðið mætir Melsungen sem það vann í bikarúrslitum á síðasta tímabili, og komið áfram í Evrópudeildinni. „Maður hefur alltaf viljað skilja eftir gott orðspor á þeim stöðum sem maður hefur verið á. Ég geri allt sem ég get til að skila mínu hlutverki áfram eins og ég hef gert,“ sagði Bjarki sem hefur leikið í Þýskalandi frá 2013, fyrst með Eisenach, svo Füchse Berlin og loks Lemgo. Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Bjarki hefur skrifað undir tveggja ára samning við Veszprém og gengur í raðið liðsins frá Lemgo í sumar. Hann hefur leikið með Lemgo undanfarin þrjú tímabil en greindi frá því fyrir EM að hann myndi að róa á önnur mið í sumar. Hann var þá ekki kominn með samning hjá öðru félagi. „Ég fékk bara skilaboð frá umboðsmanninum mínum að Veszprém hefði áhuga og þá gerðist þetta hratt. Þetta kom upp fyrir tveimur eða þremur vikum, stuttu eftir EM. Ég var strax áhugasamur enda eitt stærsta handboltafélag heims. Ég er bara glaður að þetta hafi gengið í gegn,“ sagði Bjarki um aðdraganda félagaskiptanna í samtali við Vísi í gær. Sáttur í Ungverjalandi Allir leikir Íslands á EM fóru fram í Búdapest í Ungverjalandi. Var hann svona ánægður þar að hann vildi flytja til Ungverjalands? „Ég kunni vel við mig þarna. Þetta er fínn staður. Ég sá reyndar voða lítið annað en hótelið og keppnishöllina. En konan mín var þarna og hún gaf Búdapest mjög góða einkunn,“ sagði Bjarki léttur en sem kunnugt er þurfti hann að dúsa í einangrun í viku á EM. Veszprém kom inn í myndina hjá Bjarka eftir Evrópumótið.getty/Sanjin Strukic „En mér er svo sem alveg sama hvar ég er staðsettur. Þetta snýst bara um að mig langaði að spila í einu af bestu liðum heims og fannst ég hafa getuna í það. Mig langaði líka að spila í Meistaradeildinni sem ég hef aldrei prófað. Þetta hakaði í flest boxin,“ sagði Bjarki. Að hans sögn hafði hann ýmsa kosti í stöðunni en enginn var jafn spennandi og Veszprém. „Það var áhugi einhvers staðar frá en ekkert sem var komið lengra. Það var líka frá mér, það voru lið sem voru ekki á þessu kaliberi. Ég var ekki tilbúinn að skoða það strax og ýtti því eiginlega frá mér,“ sagði Bjarki. Öðruvísi hlutverk Hjá Veszprém mun Bjarki deila stöðu vinstri hornamanns með Króatanum öfluga Manuel Strlek. Hann þarf því að venjast nýjum veruleika en hjá Lemgo spilar hann nánast hverja einustu mínútu. Bjarki fyllir skarð Norður-Makedóníumannsins Dejans Manaskov hjá Veszprém.getty/Kolektiff Images „Þeir fá mig því það hefur gengið vel hjá mér og ég skorað mikið af mörkum. Ég býst við því að það verði áfram mitt hlutverk. Þeir eru með annan frábæran hornamann þannig að þetta verður öðruvísi staða en ég er í núna. Ég get ekki gengið að því vísu að spila sextíu mínútur í leik eins og núna og þetta er hörku samkeppni. Hlutverkið verður öðruvísi en gaman að takast á við það. Ég hef alveg verið í svona stöðu áður,“ sagði Bjarki. Enn sannfærðari eftir að hafa talað við Aron Hann verður annar Íslendingurinn til að leika með Veszprém. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var á mála hjá félaginu á árunum 2015-17. Bjarki heyrði í Aroni áður en hann skrifaði undir hjá Veszprém og hann gaf félaginu góð mæðmæli. Aron Pálmarsson varð tvisvar sinnum ungverskur meistari með Veszprém og var hársbreidd frá því að vinna Meistaradeild Evrópu með liðinu.getty/Juergen Schwarz „Hann bar félaginu söguna vel. Honum leið vel þarna þótt hann hafi viljað fara áður en samningurinn hans rann út. Það er mikið lagt upp úr því að leikmönnum líði vel þarna og mikið gert fyrir þá. Eftir að hafa rætt við Aron var ég enn sannfærðari um að þetta væri rétta skrefið,“ sagði Bjarki. Orðsporið skiptir máli Hann hefur átt afar góðu gengi að fagna með Lemgo, varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar fyrsta tímabilið sitt hjá liðinu og varð svo bikarmeistari með því á síðasta tímabili. Bjarki er fjórði markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni sem stendur.vísir/vilhelm Lemgo er í 9. sæti þýsku deildarinnar en Evrópusæti er ekki fjarlægur möguleiki. Lemgo er einnig komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar, þar sem liðið mætir Melsungen sem það vann í bikarúrslitum á síðasta tímabili, og komið áfram í Evrópudeildinni. „Maður hefur alltaf viljað skilja eftir gott orðspor á þeim stöðum sem maður hefur verið á. Ég geri allt sem ég get til að skila mínu hlutverki áfram eins og ég hef gert,“ sagði Bjarki sem hefur leikið í Þýskalandi frá 2013, fyrst með Eisenach, svo Füchse Berlin og loks Lemgo.
Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira