Maguire segir að lygarnar haldi áfram Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 14:00 Harry Maguire þvertekur fyrir óeiningu í liði Manchester United. Getty/James Gill Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er búinn að fá sig fullsaddan af frásögnum ensku götublaðanna sem halda því fram að mikil óeining sé innan herbúða liðsins. Eitt nýjasta dæmið um fréttaflutning af erjum í leikmannahópi United er frétt í Daily Mirror þar sem því er haldið fram að Maguire og Cristiano Ronaldo eigi í einhvers konar valdabaráttu sem valdi stjóranum Ralf Rangnick hugarangri, en fleiri dæmi mætti nefna. Maguire hefur verið mikið gagnrýndur eftir slaka leiki fyrir United að undanförnu og Mirror hélt því fram að Rangnick væri tilbúinn að taka fyrirliðabandið af honum til að minnka pressuna á honum, en að Maguire væri mótfallinn því. Mirror sagði einnig að Rangnick hefði beðið Ronaldo um að leiðbeina yngri leikmönnum liðsins og að það valdi ruglingi hjá leikmönnum, og að Maguire finnist sem grafið hafi verið undan honum. Þetta segir fyrirliðinn vera hreinasta kjaftæði en hann skrifaði eftirfarandi á Twitter í dag, í aðdraganda leiksins við Leeds á sunnudaginn: „Ég er búinn að sjá margar greinar um þetta félag sem eru ósannar og þetta er enn ein þeirra. Ég ætla ekki að fara að tjá mig um allt það sem er skrifað en ég varð að koma þessu á hreint. Við erum sameinaðir og einbeittir fyrir sunnudaginn. Njótið dagsins öllsömul.“ I ve seen a lot of reports about this club that aren t true and this is another. Not going to start posting about everything that is written but I needed to make this one clear. We re united and focused on Sunday. Enjoy your day everyone @ManUtd https://t.co/YxLhQn8pqf— Harry Maguire (@HarryMaguire93) February 18, 2022 Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira
Eitt nýjasta dæmið um fréttaflutning af erjum í leikmannahópi United er frétt í Daily Mirror þar sem því er haldið fram að Maguire og Cristiano Ronaldo eigi í einhvers konar valdabaráttu sem valdi stjóranum Ralf Rangnick hugarangri, en fleiri dæmi mætti nefna. Maguire hefur verið mikið gagnrýndur eftir slaka leiki fyrir United að undanförnu og Mirror hélt því fram að Rangnick væri tilbúinn að taka fyrirliðabandið af honum til að minnka pressuna á honum, en að Maguire væri mótfallinn því. Mirror sagði einnig að Rangnick hefði beðið Ronaldo um að leiðbeina yngri leikmönnum liðsins og að það valdi ruglingi hjá leikmönnum, og að Maguire finnist sem grafið hafi verið undan honum. Þetta segir fyrirliðinn vera hreinasta kjaftæði en hann skrifaði eftirfarandi á Twitter í dag, í aðdraganda leiksins við Leeds á sunnudaginn: „Ég er búinn að sjá margar greinar um þetta félag sem eru ósannar og þetta er enn ein þeirra. Ég ætla ekki að fara að tjá mig um allt það sem er skrifað en ég varð að koma þessu á hreint. Við erum sameinaðir og einbeittir fyrir sunnudaginn. Njótið dagsins öllsömul.“ I ve seen a lot of reports about this club that aren t true and this is another. Not going to start posting about everything that is written but I needed to make this one clear. We re united and focused on Sunday. Enjoy your day everyone @ManUtd https://t.co/YxLhQn8pqf— Harry Maguire (@HarryMaguire93) February 18, 2022
Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira