Roberto Firmino kom Liverpool yfir eftir hornspyrnu Andy Robertson, og þeir rauðklæddu hópuðust saman úti við hliðarlínu til að fagna markinu.
Þar mætti Joel Matip á svæðið og tók þátt, þó að hann væri ekki inni á vellinum með félögum sínum.
Matip sló „létt“ í höfuð manna en af banvænu augnaráði Henderson að dæma var höggið sem fyrirliðinn fékk frá Matip fullþungt.
When your friend gets a little bit too excited celebrating pic.twitter.com/Hah7fvNKBQ
— 433 (@433) February 17, 2022
Henderson grínaðist þó með atvikið eftir leik, birti myndskeið af því á Instagram og skrifaði: „Haltu stóru höndunum þínum í burtu frá mér,“ og bætti við hlæjandi broskalli.
Liverpool vann leikinn 2-0 og er í afar góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna á Anfield 8. mars.