Gerðu grín að höndum Pickfords og slagsmál brutust út Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2022 13:01 Jordan Pickford er aðalmarkvörður Everton og enska landsliðsins. Getty/James Williamson Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands í fótbolta, varð fyrir aðkasti gesta á bar í bænum East Boldon, nærri Sunderland, á sunnudaginn. Pickford mætti á staðinn með félögum sínum og skömmu síðar höfðu slagsmál brotist út, samkvæmt frétt enska götublaðsins The Sun sem vísar í sjónarvott. Tomorrow's front page: England goalie Jordan Pickford is at the centre of a police probe into a pub ruck after revellers mocked that he had short 'T-Rex arms' https://t.co/ljZcsVWqqq pic.twitter.com/ZRlGmyAJsu— The Sun (@TheSun) February 14, 2022 Ekkert bendir til þess að Pickford hafi tekið þátt í slagsmálunum. Samkvæmt sjónarvotti höfðu hann og vinir hans ekki einu sinni náð að kaupa sér drykk áður en gestir á staðnum voru byrjaðir að vera með stæla. Þeir munu hafa gert grín að Pickford og þá sérstaklega því að handleggir hans væru svo stuttir, eins og Everton-markvörðurinn hefur oft þurft að þola. Stuðningsmaður Newcastle með T-Rex risaeðlu, til að gera grín að Jordan Pickford á leik gegn Everton í síðustu viku.Getty/Stu Forster Einn mun hafa nefbrotnað í slagsmálunum og sími annars var mölbrotinn en sá mun hafa verið að taka lætin upp á myndband. Lögreglan er með málið til rannsóknar og hefur óskað eftir vitnum en Pickford og félagar höfðu ekið í burtu þegar hún mætti á vettvang. Hinn 27 ára gamli Pickford lék með Sunderland áður en hann var seldur til Everton árið 2017. Stuðningsmaður Newcastle, erkifjenda Sunderland, mætti með T-Rex risaeðlu á leik gegn Everton í síðustu viku til að hrekkja Pickford með því að gefa í skyn að líkt og T-Rex væri hann með stutta handleggi. Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Sjá meira
Pickford mætti á staðinn með félögum sínum og skömmu síðar höfðu slagsmál brotist út, samkvæmt frétt enska götublaðsins The Sun sem vísar í sjónarvott. Tomorrow's front page: England goalie Jordan Pickford is at the centre of a police probe into a pub ruck after revellers mocked that he had short 'T-Rex arms' https://t.co/ljZcsVWqqq pic.twitter.com/ZRlGmyAJsu— The Sun (@TheSun) February 14, 2022 Ekkert bendir til þess að Pickford hafi tekið þátt í slagsmálunum. Samkvæmt sjónarvotti höfðu hann og vinir hans ekki einu sinni náð að kaupa sér drykk áður en gestir á staðnum voru byrjaðir að vera með stæla. Þeir munu hafa gert grín að Pickford og þá sérstaklega því að handleggir hans væru svo stuttir, eins og Everton-markvörðurinn hefur oft þurft að þola. Stuðningsmaður Newcastle með T-Rex risaeðlu, til að gera grín að Jordan Pickford á leik gegn Everton í síðustu viku.Getty/Stu Forster Einn mun hafa nefbrotnað í slagsmálunum og sími annars var mölbrotinn en sá mun hafa verið að taka lætin upp á myndband. Lögreglan er með málið til rannsóknar og hefur óskað eftir vitnum en Pickford og félagar höfðu ekið í burtu þegar hún mætti á vettvang. Hinn 27 ára gamli Pickford lék með Sunderland áður en hann var seldur til Everton árið 2017. Stuðningsmaður Newcastle, erkifjenda Sunderland, mætti með T-Rex risaeðlu á leik gegn Everton í síðustu viku til að hrekkja Pickford með því að gefa í skyn að líkt og T-Rex væri hann með stutta handleggi.
Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Sjá meira