Enski landsliðsmaðurinn Kieran Trippier hefur komið frábærlega inn í Newcastle liðið að undanförnu en hann var keyptur frá Atletico Madrid í síðasta mánuði.
Kieran Trippier is set to be sidelined for Newcastle's upcoming fixtures after fracturing a bone in his foot during Sunday's 1-0 victory over Aston Villa.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2022
Kieran Trippier á mikinn þátt í uppkomu Newcastle og hefur verið hetja liðsins í síðustu tveimur leikjum.
Trippier skoraði eina markið í sigrinum á Aston Villa með skoti beint úr aukaspyrnu og innsiglaði einnig 3-1 sigur á Everton í leiknum á undan með marki beint úr aukaspyrnu.
Svo mikil eru áhrifin frá honum 31 árs gamla Trippier að hann bar fyrirliðaband liðsins um helgina.
Trippier meiddist í leiknum á móti Aston Villa en hann var tekinn af velli eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik.
Kieran Trippier will be side-lined for a significant period of the season after fracturing a bone in his left foot pic.twitter.com/slIwjSHOPc
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2022
Nú er komið í ljós að hann braut þarna bein í vinstri fæti og þarf að gangast undir aðgerð. Það þýðir líka um leið að það gætu verið allt að tveir mánuðir í það að hann komist aftur inn á völlinn.
Eftir þriðja deildarsigurinn í röð um helgina þá komst Newacastle fjórum stigum frá fallsæti sem eru frábærar fréttir fyrir lið sem hefur verið í miklu basli allt tímabili.
Nú er að sjá hversu lengi Trippier verður frá keppni og hver áhrifin verða á liðið að missa þennan leiðtoga úr liðinu.