Everton og Brighton með örugga sigra | Markalaust í Lundúnaslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 17:00 Everton vann langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gareth Copley/Getty Images Everton og Brighton unnu örugga sigra í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton vann 3-0 heimasigur á Leeds og Brighton sigraði Watford 2-0 á útivelli. Á sama tíma skildu Brentford og Crystal Palace jöfn, 0-0. Seamus Coleman kom heimamönnum í Everton í 1-0 gegn Leeds strax á tíundu mínútu, áður en Michael Keane tvöfaldaði forystu liðsins tæpum stundafjórðungi síðar. Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Rodrigo átti tvö skot í slá fyrir Leeds í fyrri hálfleik og gestirnir því kannski óheppnir að vera tveimur mörkum undir í hléi. Það var svo Anthony Gordon sem gulltryggði 3-0 sigur Everton með marki á 78. mínútu. Gordon átti þó ekki mikinn þátt í markinu, ekki viljandi allavega, en skot frá Richarlison hafði viðkomu í honum á leið sinni í markið. Everton situr nú í 16. sæti deildarinnar með 22 stig eftir jafn marga leiki, einu stigi á eftir Leeds sem situr sæti ofar. FT. UTFT!!!! 💙🔵 3-0 ⚪️ #EVELEE pic.twitter.com/xmkokEWhI8— Everton (@Everton) February 12, 2022 Þá vann Brighton góðan 2-0 útisigur gegn Watford á Vicarage Road. Neal Maupay kom gestunum yfir stuttu fyrir hálfleik og það var svo Adam Webster sem tryggði liðunu sigur á 82. mínútu. Brighton situr í níunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 23 leiki, en Watford situr hins vegar í næst neðsta sæti með 15 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Að lokum gerðu Brentford og Crystal Palace markalaust jafntefli í Lundúnaslag dagsins. Liðin sitja í 12. og 14. sæti deildarinnar, Crystal Palace í því 12. með 26 stig og Brentford tveimur sætum neðar með tveimur stigum minna. Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Seamus Coleman kom heimamönnum í Everton í 1-0 gegn Leeds strax á tíundu mínútu, áður en Michael Keane tvöfaldaði forystu liðsins tæpum stundafjórðungi síðar. Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Rodrigo átti tvö skot í slá fyrir Leeds í fyrri hálfleik og gestirnir því kannski óheppnir að vera tveimur mörkum undir í hléi. Það var svo Anthony Gordon sem gulltryggði 3-0 sigur Everton með marki á 78. mínútu. Gordon átti þó ekki mikinn þátt í markinu, ekki viljandi allavega, en skot frá Richarlison hafði viðkomu í honum á leið sinni í markið. Everton situr nú í 16. sæti deildarinnar með 22 stig eftir jafn marga leiki, einu stigi á eftir Leeds sem situr sæti ofar. FT. UTFT!!!! 💙🔵 3-0 ⚪️ #EVELEE pic.twitter.com/xmkokEWhI8— Everton (@Everton) February 12, 2022 Þá vann Brighton góðan 2-0 útisigur gegn Watford á Vicarage Road. Neal Maupay kom gestunum yfir stuttu fyrir hálfleik og það var svo Adam Webster sem tryggði liðunu sigur á 82. mínútu. Brighton situr í níunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 23 leiki, en Watford situr hins vegar í næst neðsta sæti með 15 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Að lokum gerðu Brentford og Crystal Palace markalaust jafntefli í Lundúnaslag dagsins. Liðin sitja í 12. og 14. sæti deildarinnar, Crystal Palace í því 12. með 26 stig og Brentford tveimur sætum neðar með tveimur stigum minna.
Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira