Dacia Duster nálgast tvær milljónir framleiddar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. febrúar 2022 07:00 Dacia Duster í 2022 útlitinu. Fljótlega á þessu ári verða þau tímamót í sögu Dacia Duster að tveggja milljónasta eintakinu verður ekið af færibandi bílaverksmiðjunnar í Mioveni í Rúmeníu. Framleiðsla bílsins hófst árið 2010. Saga Dacia hefur verið ævintýri líkast allt frá kaupum Renault á fyrirtækinu og markaðssetningu nýs bíls með nafninu Logan var ekið af færibandinu í Mioveni. Logan varð samstundis einn söluhæsti fólksbíllinn í mið- og austur-Evrópu auk Rússlands og er enn afar vinsæll um alla Evrópu. Árið 2010 kom svo ný stjarna frá Dacia fram á sjónarsviðið; fjórhjóladrifni jepplingurinn Duster, sem opnaði víða um lönd ný tækifæri til ferðalaga almennings á áður ófarnar slóðir, enda Duster flestir vegir færir. Duster er góður ráðahagur Aðalsmerki Duster hafa frá upphafi verið einfaldleiki, þrautseigja, lág bilanatíðni og hagstætt verð enda hefur jepplingurinn verið meðal bíla í uppáhaldi kaupenda á öllum helstu lykilmörkunum, hvort sem litið er til fjölskyldna, einyrkja eða fyrirtækja af flestu gerðum og stærðum. Hér má sjá Carwow reynsluaka Duster á Youtube rás sinni. Nýr Duster á mínútu fresti Að meðaltali er nýjum Dacia Duster ekið af framleiðslulínunni í Mioveni á 63 sekúndna fresti eða um eitt þúsund talsins á hverjum virkum vinnudegi. Á þessu ári fagnar framleiðandinn þeim áfanga að tvær milljónir Duster hafa verið framleiddar og seldir í nálega 60 löndum víða um heim. Til að gefa einhverja hugmynd um bílafjöldann þá þyrfti um 2.100 alþjóðlega fótboltavelli til að rúma fjöldann. En eins mætti raða þeim í einfalda röð og þá næði halarófan frá Helsinki til Ankara og aftur til baka. Helstu markaðirnir Mikilvægustu markaðir Dacia Duster eru fimm, þar sem Frakkland er í 1. sæti með um 455 þúsund nýskráningar frá 2010. Ítalía er næst stærsti markaðurinn með 258 þúsund bíla, Þýskaland með 211 þúsund, Tyrkland 152 þúsund og Spánn 124 þúsund bíla. Til samanburðar hafa 4.529 Dacia verið nýskráðir hér á landi frá 2012, þar af 3.381 Duster. Ýmis séreinkenni markaða Dacia Duster á sér aðdáendur víða um lönd. Svo dæmi sé tekið er Duster vinsælli meðal kvenna en karla í Bretlandi. Í Tyrklandi eru lægsti meðalaldur kaupenda Duster eða 42 ár auk þess sem 62% kaupendanna reka heimili með maka og börnum. Frakkland Þýskaland, Bretland, Spánn og Ítalía eiga það sameiginlegt að þar er stór hluti kaupenda virkt útivistarfólk með einum eða öðrum hætti. Til að mynda stunda 23% eigenda göngur og hjólreiðar, 12% eru miklir aðdáendur hjólreiða og 9% stunda ferðalög sem aðaláhugamál. Í þessum sömu löndum búa 44% viðskiptavina í hinum dreifðari byggðum, 30% í litlum bæjum eða þorpum, 10% í meðalstórum borgum og 11% í úthverfum borga. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent
Saga Dacia hefur verið ævintýri líkast allt frá kaupum Renault á fyrirtækinu og markaðssetningu nýs bíls með nafninu Logan var ekið af færibandinu í Mioveni. Logan varð samstundis einn söluhæsti fólksbíllinn í mið- og austur-Evrópu auk Rússlands og er enn afar vinsæll um alla Evrópu. Árið 2010 kom svo ný stjarna frá Dacia fram á sjónarsviðið; fjórhjóladrifni jepplingurinn Duster, sem opnaði víða um lönd ný tækifæri til ferðalaga almennings á áður ófarnar slóðir, enda Duster flestir vegir færir. Duster er góður ráðahagur Aðalsmerki Duster hafa frá upphafi verið einfaldleiki, þrautseigja, lág bilanatíðni og hagstætt verð enda hefur jepplingurinn verið meðal bíla í uppáhaldi kaupenda á öllum helstu lykilmörkunum, hvort sem litið er til fjölskyldna, einyrkja eða fyrirtækja af flestu gerðum og stærðum. Hér má sjá Carwow reynsluaka Duster á Youtube rás sinni. Nýr Duster á mínútu fresti Að meðaltali er nýjum Dacia Duster ekið af framleiðslulínunni í Mioveni á 63 sekúndna fresti eða um eitt þúsund talsins á hverjum virkum vinnudegi. Á þessu ári fagnar framleiðandinn þeim áfanga að tvær milljónir Duster hafa verið framleiddar og seldir í nálega 60 löndum víða um heim. Til að gefa einhverja hugmynd um bílafjöldann þá þyrfti um 2.100 alþjóðlega fótboltavelli til að rúma fjöldann. En eins mætti raða þeim í einfalda röð og þá næði halarófan frá Helsinki til Ankara og aftur til baka. Helstu markaðirnir Mikilvægustu markaðir Dacia Duster eru fimm, þar sem Frakkland er í 1. sæti með um 455 þúsund nýskráningar frá 2010. Ítalía er næst stærsti markaðurinn með 258 þúsund bíla, Þýskaland með 211 þúsund, Tyrkland 152 þúsund og Spánn 124 þúsund bíla. Til samanburðar hafa 4.529 Dacia verið nýskráðir hér á landi frá 2012, þar af 3.381 Duster. Ýmis séreinkenni markaða Dacia Duster á sér aðdáendur víða um lönd. Svo dæmi sé tekið er Duster vinsælli meðal kvenna en karla í Bretlandi. Í Tyrklandi eru lægsti meðalaldur kaupenda Duster eða 42 ár auk þess sem 62% kaupendanna reka heimili með maka og börnum. Frakkland Þýskaland, Bretland, Spánn og Ítalía eiga það sameiginlegt að þar er stór hluti kaupenda virkt útivistarfólk með einum eða öðrum hætti. Til að mynda stunda 23% eigenda göngur og hjólreiðar, 12% eru miklir aðdáendur hjólreiða og 9% stunda ferðalög sem aðaláhugamál. Í þessum sömu löndum búa 44% viðskiptavina í hinum dreifðari byggðum, 30% í litlum bæjum eða þorpum, 10% í meðalstórum borgum og 11% í úthverfum borga.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent