Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 10:01 Wayne Rooney í leiknum fræga á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016. Getty/Catherine Ivill Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a> Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira