Dion Charles kom heimamönnum í Bolton yfir strax á tíundu mínútu og það mark skildi liðin að þegar flautað var til hálfleiks.
Jón Daði kom inn af varamannabekknum á 72. mínútu, en gestirnir jöfnuðu metin fjórum mínútum síðar með marki frá Chuks Aneke.
Það var svo varnarmaðurinn Will Aimson sem tryggði Bolton 2-1 sigur með marki á 83. mínútu. Liðið situr nú í tíunda sæti C-deildarinnar með 42 stig eftir 30 leiki, þremur stigum fyrir ofan Charlton sem situr þremur sætum neðar.