Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 10:46 Wayne Rooney ræddi um þau vandamál sem hann hefur átt í utan vallar. Mick Walker - CameraSport via Getty Images Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum. Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira