Stórstjörnur ekki valdar í bandaríska landsliðið fyrir leikina á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 12:31 Megan Rapinoe og Alex Morgan fagna hér sigri á SheBelieves Cup í fyrra. Þær verða ekki með í ár. Getty/Mike Ehrmann Megan Rapinoe og Alex Morgan hafa verið í leiðtogahlutverkum hjá bandaríska fótboltalandsliðinu og andlit liðsins út á við. Ekki lengur. Tvær af stærstu stjörnum bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu voru ekki valdar í landsliðshópinn fyrir SheBelieves mótið þar sem bandarísku stelpurnar spila meðal annars við íslenska landsliðið. Leikmennirnir eru Megan Rapinoe og Alex Morgan en hvorug þeirra eru í 23 manna leikmannahópi þjálfarans Vlatko Andonovski. Báðar hafa þær verið fyrirliðar liðsins undanfarin ár. Lots of big-name veterans missing, and Trinity Rodman only makes it as a training player, but an interesting mix of #USWNT veterans and players fighting for a spot on the new SheBelieves Cup roster: https://t.co/sSsBffW1VA— Caitlin Murray (@caitlinmurr) February 3, 2022 Megan Rapinoe er 36 ára gömul, hefur skorað 62 mörk í 187 landsleikjum og tvisvar orðið heimsmeistari með liðinu. Hún var kosin besta knattspyrnukona heims árið 2019 en það ár var hún bæði besti leikmaður og markadrottning HM. Alex Morgan er 32 ára gömul, hefur skorað 115 mörk í 190 landsleikjum og tvisvar orðið heimsmeistari með liðinu. Hún var valin í úrvalslið ársins hjá FIFA á síðasta ári og það í fjórða sinn. Rapinoe hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum heldur hefur hún verið talsmaður liðsins og barist fyrir betri kjörum og meiri virðingu fyrir kvennaboltanum. Bandaríkin mætir Tékklandi, Nýja-Sjálandi og Íslandi á SheBelieves mótinu en leikirnir fara fram frá 17. til 20. febrúar. Spilað verður í Kaliforníu og Texas. Það lítur út fyrir að Andonovski sé að hrista aðeins upp í hópnum en ellefu af 23 leikmönnum hafa verið í kringum liðið undanfarin ár. Það eru ekki bara Rapinoe, Morgan sem missa sæti sitt í liðinu heldur vantar þar einnig leikmenn eins og Tobin Heath og Christen Press. Nýliðinn Trinity Rodman var valin í stærri æfingahóp á dögunum en hún er ekki í hópnum núna. Hún verður samt með liðinu sem æfingaleikmaður enda nokkuð ljóst að þessi nítján ára stelpa mun fá stórt hlutverk í liðinu i framtíðinni. Leikmannahópur Bandaríkjanna: Markmenn: Aubrey Kingsbury (Washington Spirit; 0), Casey Murphy (North Carolina Courage; 2), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars; 78). Varnarmenn: Alana Cook (OL Reign; 4/0), Abby Dahlkemper (San Diego Wave FC; 77/0), Tierna Davidson (Chicago Red Stars; 45/1), Emily Fox (Racing Louisville FC; 8/0), Sofia Huerta (OL Reign; 9/0), Kelley O'Hara (Washington Spirit; 148/2), Emily Sonnett (Washington Spirit; 63/0), Becky Sauerbrunn (Portland Thorns FC; 199/0). Miðjumenn: Morgan Gautrat (Chicago Red Stars; 87/8), Lindsey Horan (Olympique Lyonnais; 108/25), Rose Lavelle (OL Reign; 68/18), Catarina Macario (Olympique Lyonnais; 12/3), Kristie Mewis (NJ/NY Gotham FC; 33/4), Ashley Sanchez (Washington Spirit; 2/0), Andi Sullivan (Washington Spirit; 22/2). Framherjar: Ashley Hatch (Washington Spirit; 4/2), Mallory Pugh (Chicago Red Stars; 67/18), Margaret Purce (NJ/NY Gotham FC; 9/2), Sophia Smith (Portland Thorns FC; 10/1), Lynn Williams (Kansas City Current; 45/14) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Tvær af stærstu stjörnum bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu voru ekki valdar í landsliðshópinn fyrir SheBelieves mótið þar sem bandarísku stelpurnar spila meðal annars við íslenska landsliðið. Leikmennirnir eru Megan Rapinoe og Alex Morgan en hvorug þeirra eru í 23 manna leikmannahópi þjálfarans Vlatko Andonovski. Báðar hafa þær verið fyrirliðar liðsins undanfarin ár. Lots of big-name veterans missing, and Trinity Rodman only makes it as a training player, but an interesting mix of #USWNT veterans and players fighting for a spot on the new SheBelieves Cup roster: https://t.co/sSsBffW1VA— Caitlin Murray (@caitlinmurr) February 3, 2022 Megan Rapinoe er 36 ára gömul, hefur skorað 62 mörk í 187 landsleikjum og tvisvar orðið heimsmeistari með liðinu. Hún var kosin besta knattspyrnukona heims árið 2019 en það ár var hún bæði besti leikmaður og markadrottning HM. Alex Morgan er 32 ára gömul, hefur skorað 115 mörk í 190 landsleikjum og tvisvar orðið heimsmeistari með liðinu. Hún var valin í úrvalslið ársins hjá FIFA á síðasta ári og það í fjórða sinn. Rapinoe hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum heldur hefur hún verið talsmaður liðsins og barist fyrir betri kjörum og meiri virðingu fyrir kvennaboltanum. Bandaríkin mætir Tékklandi, Nýja-Sjálandi og Íslandi á SheBelieves mótinu en leikirnir fara fram frá 17. til 20. febrúar. Spilað verður í Kaliforníu og Texas. Það lítur út fyrir að Andonovski sé að hrista aðeins upp í hópnum en ellefu af 23 leikmönnum hafa verið í kringum liðið undanfarin ár. Það eru ekki bara Rapinoe, Morgan sem missa sæti sitt í liðinu heldur vantar þar einnig leikmenn eins og Tobin Heath og Christen Press. Nýliðinn Trinity Rodman var valin í stærri æfingahóp á dögunum en hún er ekki í hópnum núna. Hún verður samt með liðinu sem æfingaleikmaður enda nokkuð ljóst að þessi nítján ára stelpa mun fá stórt hlutverk í liðinu i framtíðinni. Leikmannahópur Bandaríkjanna: Markmenn: Aubrey Kingsbury (Washington Spirit; 0), Casey Murphy (North Carolina Courage; 2), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars; 78). Varnarmenn: Alana Cook (OL Reign; 4/0), Abby Dahlkemper (San Diego Wave FC; 77/0), Tierna Davidson (Chicago Red Stars; 45/1), Emily Fox (Racing Louisville FC; 8/0), Sofia Huerta (OL Reign; 9/0), Kelley O'Hara (Washington Spirit; 148/2), Emily Sonnett (Washington Spirit; 63/0), Becky Sauerbrunn (Portland Thorns FC; 199/0). Miðjumenn: Morgan Gautrat (Chicago Red Stars; 87/8), Lindsey Horan (Olympique Lyonnais; 108/25), Rose Lavelle (OL Reign; 68/18), Catarina Macario (Olympique Lyonnais; 12/3), Kristie Mewis (NJ/NY Gotham FC; 33/4), Ashley Sanchez (Washington Spirit; 2/0), Andi Sullivan (Washington Spirit; 22/2). Framherjar: Ashley Hatch (Washington Spirit; 4/2), Mallory Pugh (Chicago Red Stars; 67/18), Margaret Purce (NJ/NY Gotham FC; 9/2), Sophia Smith (Portland Thorns FC; 10/1), Lynn Williams (Kansas City Current; 45/14)
Leikmannahópur Bandaríkjanna: Markmenn: Aubrey Kingsbury (Washington Spirit; 0), Casey Murphy (North Carolina Courage; 2), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars; 78). Varnarmenn: Alana Cook (OL Reign; 4/0), Abby Dahlkemper (San Diego Wave FC; 77/0), Tierna Davidson (Chicago Red Stars; 45/1), Emily Fox (Racing Louisville FC; 8/0), Sofia Huerta (OL Reign; 9/0), Kelley O'Hara (Washington Spirit; 148/2), Emily Sonnett (Washington Spirit; 63/0), Becky Sauerbrunn (Portland Thorns FC; 199/0). Miðjumenn: Morgan Gautrat (Chicago Red Stars; 87/8), Lindsey Horan (Olympique Lyonnais; 108/25), Rose Lavelle (OL Reign; 68/18), Catarina Macario (Olympique Lyonnais; 12/3), Kristie Mewis (NJ/NY Gotham FC; 33/4), Ashley Sanchez (Washington Spirit; 2/0), Andi Sullivan (Washington Spirit; 22/2). Framherjar: Ashley Hatch (Washington Spirit; 4/2), Mallory Pugh (Chicago Red Stars; 67/18), Margaret Purce (NJ/NY Gotham FC; 9/2), Sophia Smith (Portland Thorns FC; 10/1), Lynn Williams (Kansas City Current; 45/14)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira