Jurtaolíur hækka mest í verði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 11:00 Mjólkurvöruverð hefur hækkað um 2,4 prósent frá því í desember. Vísir/Vilhelm Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. Hækkandi matvælaverð hefur víða verið einn þeirra þátta sem valdið hefur verðbólgu að undanförnu á sama tíma og mörg ríki reyna að koma efnahagsmálum aftur í fyrra horf. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ varar nú við því að hækkandi matvælakostnaður muni bitna sérstaklega á fátækasta hópi samfélagsins í ríkjum sem stóli mikið á innflutt matvæli, sem Ísland til dæmis gerir. Jurtaolíur hafa hækkað mest í verði, eða um 4,2 prósent á einum mánuði, frá því í desember 2021. Rekja má þessa hækkun að miklu leiti til raskana á flutningaleiðum, skorts á vinnuafli og óhentugs veðurfars. Þá hefur mjólkurverð hækkað um 2,4 prósent, en mjólkurverð hefur hækkað undanfarna fimm mánuði, og mest hækkun er á verði á mjólkurdufti og smjöri. Minnst hækkun er í flokki korna, en verð þeirra hækkar um 0,1 prósent, þó sum hækki meiri en önnur. Til að mynda hefur maísverð hækkað um 3,8 prósent frá því í desember. Það má rekja til uppskerubrests vegna þurrka í Suður-Ameríku. Hveiti lækkar þó í verði, um 3,1 prósent, þar sem gríðarleg hveitiuppskera var í Ástralíu og Argentínu. Verð á kjöti hefur sömuleiðis hækkað en sykurverð lækkaði um 3,1 prósent á milli desember og janúar, að stórum hluta vegna góðrar sykuruppskeru í Indlandi og Taílandi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hækkunin væri á milli janúarmánaða 2021 og 2022 en hækkunin er á milli mánaðanna desember 2021 og janúar 2022. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Efnahagsmál Matur Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3. febrúar 2022 09:52 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2. febrúar 2022 15:02 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Hækkandi matvælaverð hefur víða verið einn þeirra þátta sem valdið hefur verðbólgu að undanförnu á sama tíma og mörg ríki reyna að koma efnahagsmálum aftur í fyrra horf. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ varar nú við því að hækkandi matvælakostnaður muni bitna sérstaklega á fátækasta hópi samfélagsins í ríkjum sem stóli mikið á innflutt matvæli, sem Ísland til dæmis gerir. Jurtaolíur hafa hækkað mest í verði, eða um 4,2 prósent á einum mánuði, frá því í desember 2021. Rekja má þessa hækkun að miklu leiti til raskana á flutningaleiðum, skorts á vinnuafli og óhentugs veðurfars. Þá hefur mjólkurverð hækkað um 2,4 prósent, en mjólkurverð hefur hækkað undanfarna fimm mánuði, og mest hækkun er á verði á mjólkurdufti og smjöri. Minnst hækkun er í flokki korna, en verð þeirra hækkar um 0,1 prósent, þó sum hækki meiri en önnur. Til að mynda hefur maísverð hækkað um 3,8 prósent frá því í desember. Það má rekja til uppskerubrests vegna þurrka í Suður-Ameríku. Hveiti lækkar þó í verði, um 3,1 prósent, þar sem gríðarleg hveitiuppskera var í Ástralíu og Argentínu. Verð á kjöti hefur sömuleiðis hækkað en sykurverð lækkaði um 3,1 prósent á milli desember og janúar, að stórum hluta vegna góðrar sykuruppskeru í Indlandi og Taílandi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hækkunin væri á milli janúarmánaða 2021 og 2022 en hækkunin er á milli mánaðanna desember 2021 og janúar 2022. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Efnahagsmál Matur Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3. febrúar 2022 09:52 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2. febrúar 2022 15:02 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3. febrúar 2022 09:52
Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50
Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2. febrúar 2022 15:02