Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2022 09:52 Íslandsbanki og Landsbankinn eru samstíga í nýjustu spá sinni. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. Ef það gengur eftir fara meginvextir bankans úr 2,00% í 2,75%, þá sömu og voru við lýði áður en hröð vaxtalækkun Seðlabankans hófst í mars 2020. Þó telur Greining Íslandsbanka talsverðar líkur á því að vextir verði hækkaðir um 0,50 prósentur í næstu viku og skiptar skoðanir verði um málið í peningastefnunefnd. Verðbólga mældist 5,7% í janúar sem er mesta tólf mánaða verðbólga síðan í apríl 2012, eða í um tíu ár. Að sögn Greiningar Íslandsbanka munu versnandi skammtíma verðbólguhorfur og hækkandi langtímavæntingar um verðbólgu vega þungt í ákvörðun nefndarinnar en einnig muni hún horfa til batnandi efnahagsástands frá síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. „Væru það helst áhyggjur af áhrifum á skuldsett heimili og viðkvæma atvinnugeira sem temprað gætu hækkunarvilja nefndarinnar. Verði smærra skrefið stigið að þessu sinni aukast hins vegar að sama skapi líkur á að hækkun vaxta á öðrum fjórðungi ársins verði meiri en ella,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Næsta vaxtaákvörðun í maí Um er að ræða einu vaxtaákvörðun Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi en næsta ákvörðun verður í maíbyrjun. Síðasta ákvörðun var tekin um miðjan nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur úr 1,5% í 2,0%. Bent er á í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans að verðbólga erlendis hafi töluverð áhrif hér á landi og mörg helstu viðskiptalönd Íslands séu að upplifa mestu verðbólgu í þrjá til fjóra áratugi. Vísbendingar séu um að verð erlendra birgja hafi hækkað töluvert um áramótin og að þær hækkanir eigi enn eftir að koma fram í innlendu verðlagi með tilheyrandi verðbólgu. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Sjá meira
Ef það gengur eftir fara meginvextir bankans úr 2,00% í 2,75%, þá sömu og voru við lýði áður en hröð vaxtalækkun Seðlabankans hófst í mars 2020. Þó telur Greining Íslandsbanka talsverðar líkur á því að vextir verði hækkaðir um 0,50 prósentur í næstu viku og skiptar skoðanir verði um málið í peningastefnunefnd. Verðbólga mældist 5,7% í janúar sem er mesta tólf mánaða verðbólga síðan í apríl 2012, eða í um tíu ár. Að sögn Greiningar Íslandsbanka munu versnandi skammtíma verðbólguhorfur og hækkandi langtímavæntingar um verðbólgu vega þungt í ákvörðun nefndarinnar en einnig muni hún horfa til batnandi efnahagsástands frá síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. „Væru það helst áhyggjur af áhrifum á skuldsett heimili og viðkvæma atvinnugeira sem temprað gætu hækkunarvilja nefndarinnar. Verði smærra skrefið stigið að þessu sinni aukast hins vegar að sama skapi líkur á að hækkun vaxta á öðrum fjórðungi ársins verði meiri en ella,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Næsta vaxtaákvörðun í maí Um er að ræða einu vaxtaákvörðun Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi en næsta ákvörðun verður í maíbyrjun. Síðasta ákvörðun var tekin um miðjan nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur úr 1,5% í 2,0%. Bent er á í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans að verðbólga erlendis hafi töluverð áhrif hér á landi og mörg helstu viðskiptalönd Íslands séu að upplifa mestu verðbólgu í þrjá til fjóra áratugi. Vísbendingar séu um að verð erlendra birgja hafi hækkað töluvert um áramótin og að þær hækkanir eigi enn eftir að koma fram í innlendu verðlagi með tilheyrandi verðbólgu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Sjá meira