Talsmaður yfirvalda segir flóðin og aurskriðurnar þær verstu í landinu í tvo áratugi. Auk hinna látnu og slösuðu er tuga manna enn saknað.
Stærsta aurskriðan og mestu flóðin hafa verið í hverfunum La Gasca og La Comuna og hafa hamfarirnar sömuleiðis valdið umfangsmiklu rafmagnsleysi í borginni.
Erlendir fjölmiðlar segja aurflóðin sums staðar hafa náð allt að þremur metrum og hrifsað með sér bíla, ruslatunnur og ýmislegt annað lauslegt. Þá féll ein aurskriðan á íþróttavöll þar sem blakleikmenn voru að æfa fyrir framan áhorfendur.
Stór hluti íbúa höfuðborgarinnar hefur verið fluttur í neyðarskýli vegna hamfaranna og þá hafa yfirvöld lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg til að minnast fórnarlamba.
Að neðan má sjá myndir frá Quito þar sem eyðileggingin birtist.