Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hann er sá áttundi úr síðasta byrjunarliði Wengers sem yfirgefur félagið síðan hann hætti fyrir rúmum þremur árum.
Wenger stýrði Arsenal í síðasta sinn þegar liðið vann Huddersfield Town í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. maí 2018. Aubameyang skoraði eina mark leiksins.
Aðeins þrír úr byrjunarliði Arsenal þennan dag eru enn hjá félaginu. Þetta eru þeir Rob Holding, Granit Xhaka og Alexandre Lacazette. Hinir átta í byrjunarliðinu eru farnir sem og allir þrír varamennirnir.
Þetta eru þeir David Ospina, Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey, Alex Iwobi, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang, Nacho Monreal, Danny Welbeck og Ainsley Maitland-Niles. Sá síðastnefndi er reyndar enn samningsbundinn Arsenal en var lánaður til Roma í síðasta mánuði.
Arsenal's last XI under Arsene Wenger:
— GOAL (@goal) February 1, 2022
Ospina
Bellerin
Mustafi
Holding
Kolasinac
Xhaka
Ramsey
Iwobi
Mkhitaryan
Aubameyang
Lacazette
Only 3 are currently at the club pic.twitter.com/0VhLslW0xP
Tveir af ofannefndum leikmönnum fóru frá Arsenal í síðasta mánuði, Aubameyang og Kolasinac. Sem fyrr sagði fór Aubameyang til Barcelona en Kolasinac til Marseille.
Unai Emery tók við Arsenal af Wenger en entist aðeins rúmt tímabil hjá félaginu. Í desember 2020 var Mikel Arteta ráðinn stjóri Arsenal. Wenger keypti hann til Arsenal 2011 og gerði hann meðal annars að fyrirliða liðsins.
Wenger stýrði Arsenal í 22 ár. Á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari.