Everton keypti Dele Alli en Liverpool rann út á tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 08:00 Dele Alli hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Tottenham Hotspur en þeir voru reyndar ekki margir á síðustu vikum og mánuðum. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Dele Alli er orðinn leikmaður Everton og er því laus úr kuldanum hjá Tottenham. Everton náði að klára kaupin á síðustu klukkutímum félagaskiptagluggans í gær en ekki er sömu sögu að segja af nágrönnum þeirra í Liverpool. Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham. Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham.
Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira