Úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur og sænski kantmaðurinn Dejan Kulusevski eru komnir til Tottenham. Félagið keypti hinn 24 ára gamla Bentancur fyrir 15,9 milljónir punda en verðið gæti hækkað um 5 milljónir punda. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026.
Kulusevski, sem er 21 árs, kemur að láni en lánssamningurinn gildir fram á sumarið 2023 og hefur Tottenham þá forkaupsrétt að houm fyrir 29,2 milljónir punda.
Tottenham hefur hins vegar látið franska miðjumanninn Tanguy Ndombele fara, aftur til Lyon, að láni út tímabilið. Félagið keypti hann fyrir metfé eða 60 milljónir evra (53,8 milljónir punda).
Þá greinir félagaskiptafréttamiðlarinn virti Fabrizio Romano frá því að frágengið sé að Dele Alli fari frá Tottenham, til Everton, þar sem Frank Lampard er nú tekinn við stjórnartaumunum. Alli á þó eftir að gangast undir læknisskoðun.
Dele Alli to Everton, done deal and here we go! Full agreement reached with Tottenham, permanent move subject to medical in the next few hours. It s done. #EFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2022
Frank Lampard wanted Dele after van de Beek - official announcement later today. #THFC pic.twitter.com/05QgWTeSvS