Portúgalskir Sósíalistar unnu óvæntan sigur Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 07:18 António Costa hefur gegnt embætti forsætisráðherra Portúgals frá árinu 2015. EPA Sósíalistaflokkurinn í Portúgal vann óvæntan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Þetta var í annað sinn í sögunni sem flokkurinn nær hreinum meirihluta á þingi. António Costa, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, boðaði til kosninganna eftir að honum mistókst að ná fjárlagafrumvarpi sínu í gegnum þingið eftir að tveir smærri flokkar ákváðu að snúa baki við stjórninni. Fyrir kosningarnar sagði Costa stöðugleika nauðsynlegan fyrir landið til að hægt yrði að tryggja efnahagslegan bata. BBC segir frá því að hægriöfgaflokkurinn Chega hafi einnig bætt við sig mönnum og sé nú þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Úrslit kosninganna komu verulega á óvart eftir að skoðanakannanir dagana fyrir kosningar bentu til þess að dregið hefði úr stuðningi kjósenda við Sósíalistaflokkinn. Sósíalistaflokkurinn tryggði sér 117 þingsæti af 230 möguleikum, níu fleiri en á síðasta þingi. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, náði inn 71 manni og Chega tólf. Áætlað er að um tíundi hver Portúgali hafi verið í einangrun vegna Covid-19 um helgina, en stjórnvöld heimiluðu þeim kjósendum einnig að mæta á kjörstað. Klæddust starfsmenn kjörstaða sérstökum hlífðarbúnaði til að taka á móti Covid-sýktum kjósendum. Portúgal Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
António Costa, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, boðaði til kosninganna eftir að honum mistókst að ná fjárlagafrumvarpi sínu í gegnum þingið eftir að tveir smærri flokkar ákváðu að snúa baki við stjórninni. Fyrir kosningarnar sagði Costa stöðugleika nauðsynlegan fyrir landið til að hægt yrði að tryggja efnahagslegan bata. BBC segir frá því að hægriöfgaflokkurinn Chega hafi einnig bætt við sig mönnum og sé nú þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Úrslit kosninganna komu verulega á óvart eftir að skoðanakannanir dagana fyrir kosningar bentu til þess að dregið hefði úr stuðningi kjósenda við Sósíalistaflokkinn. Sósíalistaflokkurinn tryggði sér 117 þingsæti af 230 möguleikum, níu fleiri en á síðasta þingi. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, náði inn 71 manni og Chega tólf. Áætlað er að um tíundi hver Portúgali hafi verið í einangrun vegna Covid-19 um helgina, en stjórnvöld heimiluðu þeim kjósendum einnig að mæta á kjörstað. Klæddust starfsmenn kjörstaða sérstökum hlífðarbúnaði til að taka á móti Covid-sýktum kjósendum.
Portúgal Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira