Dagur hafði verið í eldlínunni undanfarnar tvær vikur í EM-stofunni í Ríkissjónvarpinu þar sem hann hefur farið á kostum með þeim Ólafi Stefánssyni og Loga Geirssyni í greiningu á leikjum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta.
Gummi Ben og Hjammi notuðu tækifærið og settu saman stuttan og skemmtilegan grínþátt um EM-stofuna á RÚV þar sem var skotið aðeins á þáttinn sem kom á þó allt hrós skilið.
Guðmundur Benediktsson fékk reyndar bara eitt hlutverk en Hjálmar Örn tók aftur á móti að sér að leika alla þrjá sérfræðingana.
Með smá tæknibrellum varð úr sena þar sem Hjálmar lék þá Óla Stefáns, Dag Sig og Loga Geirs alla í einu.
Það má sjá þennan grínþátt hér fyrir neðan.
Þeir tveir er vikulegur íþróttaþáttur á léttu nótunum. Gummi Ben og Hjammi fara yfir fréttir vikurnar og bregða á leik með gestum.