Ómar Ingi endurtók afrek Óla Stefáns nákvæmlega tuttugu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 07:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörkum meira en næsthæsti maðurinn á markalista EM 2022. Getty/Nikola Krstic Ómar Ingi Magnússon var markakóngur Evrópumótsins í Ungverjalandi og Slóvakíu sem lauk með úrslitaleik Svía og Spánverja í gær. Aðeins einu sinni áður hefur Ísland átt markakóng EM. Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000). EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000).
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira