Norðmaðurinn Solskjær og fjölskylda hans hafa komið sér vel fyrir í Manchester og dóttir Solskjær, hin nítján ára gamla Karna Solskjær er farin að láta að sér kveða með Manchester United.
Hún þykir afar efnileg og hefur leikið fyrir yngri landslið Noregs.
Í gær lék hún sínar fyrstu mínútur fyrir aðallið Man Utd þegar liðið vann öruggan 0-2 sigur á Bridgwater í enska bikarnum.
Ole Gunnar var mættur í stúkuna ásamt eiginkonu sinni eins og sjá má á mynd hér neðst í fréttinni en hann er enn án starfs eftir að hafa verið látinn taka pokann sinn í nóvember á síðasta ári.
Proud parents #MUWomen | #WomensFACup https://t.co/DwvK9t84zX pic.twitter.com/aVHvBBay5O
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 30, 2022