Síldarbáturinn „Stígandi“ sökk með Afa Atla um borð Ritstjórn Albúmm.is skrifar 30. janúar 2022 15:00 Leitandi er önnur smáskífa Atla Arnarssonar af plötunni Stígandi sem er væntanleg seinna á árinu. Þema plötunnar er sjóslys sem gerðist árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk langt norður í hafi. 12 menn voru um borð og einn þeirra er afi Atla. Mennirnir komust allir í björgunarbáta þar sem þeir þurftu að bíða í fimm sólarhringa áður en þeir loksins fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tíma punkt í atburðarásinni og Leitandi táknar þann tímapunkt þegar verið er að leita að áhöfninni. Tónlistin er öll instrumental og er eins konar blanda af neo-klassík, folk tónlist og post-rocki. Flytjendur í laginu Leitandi eru, auk Atla, strengjakvartett sem samanstendur af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur á fiðlu, Maríu Emilíu Garðarsdóttur á fiðlu, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur á víólu og Hirti Páli Eggertssyni á selló. Einnig spilar Halldór Eldjárn á trommur í laginu. Þorgrímur Þorgeirsson sá um strengja upptökur, Friðfinnur Oculus masteraði og Atli sá sjálfur um aðrar upptökur og hljóðblöndun. Artwork-ið er eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur. Fylgstu með Atla Arnarssyni á Instagram Tónlist Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið
Mennirnir komust allir í björgunarbáta þar sem þeir þurftu að bíða í fimm sólarhringa áður en þeir loksins fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tíma punkt í atburðarásinni og Leitandi táknar þann tímapunkt þegar verið er að leita að áhöfninni. Tónlistin er öll instrumental og er eins konar blanda af neo-klassík, folk tónlist og post-rocki. Flytjendur í laginu Leitandi eru, auk Atla, strengjakvartett sem samanstendur af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur á fiðlu, Maríu Emilíu Garðarsdóttur á fiðlu, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur á víólu og Hirti Páli Eggertssyni á selló. Einnig spilar Halldór Eldjárn á trommur í laginu. Þorgrímur Þorgeirsson sá um strengja upptökur, Friðfinnur Oculus masteraði og Atli sá sjálfur um aðrar upptökur og hljóðblöndun. Artwork-ið er eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur. Fylgstu með Atla Arnarssyni á Instagram
Tónlist Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið