Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sagðir ráða hermenn sér til varnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 10:30 Um er að ræða fyrrum hermenn þannig að þeir verða nú ekki í fullum skrúða á heimilum leikmannanna. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Það er gömul frétt og ný að brotist sé inn á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á meðan þeir eru að spila og það hefur verið nóg af slíkum fréttum að undanförnu. Glæpamennirnir geta fylgst með leikmönnunum í beinni í sjónvarpinu og vita því nákvæmlega hvenær þeir eru ekki heima hjá sér. Nú ætla sumar fótboltastjörnurnar að snúa vörn í sókn og sækja sér hjálp í að verja heimili sín. Victor Lindelof and Joao Cancelo were amongst the most recent players to have their homes burgled. https://t.co/y6HI8RjCNL— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2022 Nýjasta fórnarlambið er sænski landsliðsmiðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf hjá Manchester United. Í síðustu viku var brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila með United. Kona hans og tvö ung börn voru heima. Maja Nilsson Lindelöf sagði frá upplifun sinn á samfélagsmiðlum. „Á meðan Victor var að spila á miðvikudagskvöldið þá var brotist inn hjá okkur í Manchester. Ég var ein heima með bæði börnin okkar en okkur tókst að fela okkur með því að læsa okkur inn í einu herberginu áður en þeir komust inn í húsið. Við erum í lagi miðað við allt sem gekk á en auðvitað var þetta áfall, bæði fyrir mig og börnin,“ skrifaði Maja Nilsson Lindelöf. Premier League stars hiring former SAS soldiers to protect family homes against burglarshttps://t.co/rEKXvV4ZVN pic.twitter.com/sYu3Z2ykZd— Mirror Football (@MirrorFootball) January 25, 2022 Öll þessi innbrot eru orðin stórt vandamál með þekktra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enskir miðlar segja frá því að sumir leikmanna hafa ákveðið að taka til sinna ráða með því að sækja sér hjálp fyrrum sérsveitarmeðlima úr breska hernum. Fyrrum hermenn úr SAS sveit breska hersins hafa nefnilega ráðið sig í vinnu og hafa þeir það starf að verja heimili leikmannanna þegar þeir eru í burtu. „Margir leikmenn hafa fengið sér varðhunda en í sumum tilfellum vilja þeir hafa menn í húsinu og þess vegna hafa þeir leitað til fyrirtækja sem hafa menn í vinnu sem voru áður í sérsveitum hersins,“ hefur Daily Mail eftir manni sem þekkir vel til. Jittery Premier League stars call in SAS soldiers to protect their families - Daily Mail https://t.co/TWppzQGGm7 #JitteryPremierLeaguestarscallSASsoldiersprotectfamilies pic.twitter.com/AMONmdmjKS— SPORTARUCE (@sportaruce) January 25, 2022 Enski boltinn England Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Glæpamennirnir geta fylgst með leikmönnunum í beinni í sjónvarpinu og vita því nákvæmlega hvenær þeir eru ekki heima hjá sér. Nú ætla sumar fótboltastjörnurnar að snúa vörn í sókn og sækja sér hjálp í að verja heimili sín. Victor Lindelof and Joao Cancelo were amongst the most recent players to have their homes burgled. https://t.co/y6HI8RjCNL— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2022 Nýjasta fórnarlambið er sænski landsliðsmiðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf hjá Manchester United. Í síðustu viku var brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila með United. Kona hans og tvö ung börn voru heima. Maja Nilsson Lindelöf sagði frá upplifun sinn á samfélagsmiðlum. „Á meðan Victor var að spila á miðvikudagskvöldið þá var brotist inn hjá okkur í Manchester. Ég var ein heima með bæði börnin okkar en okkur tókst að fela okkur með því að læsa okkur inn í einu herberginu áður en þeir komust inn í húsið. Við erum í lagi miðað við allt sem gekk á en auðvitað var þetta áfall, bæði fyrir mig og börnin,“ skrifaði Maja Nilsson Lindelöf. Premier League stars hiring former SAS soldiers to protect family homes against burglarshttps://t.co/rEKXvV4ZVN pic.twitter.com/sYu3Z2ykZd— Mirror Football (@MirrorFootball) January 25, 2022 Öll þessi innbrot eru orðin stórt vandamál með þekktra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enskir miðlar segja frá því að sumir leikmanna hafa ákveðið að taka til sinna ráða með því að sækja sér hjálp fyrrum sérsveitarmeðlima úr breska hernum. Fyrrum hermenn úr SAS sveit breska hersins hafa nefnilega ráðið sig í vinnu og hafa þeir það starf að verja heimili leikmannanna þegar þeir eru í burtu. „Margir leikmenn hafa fengið sér varðhunda en í sumum tilfellum vilja þeir hafa menn í húsinu og þess vegna hafa þeir leitað til fyrirtækja sem hafa menn í vinnu sem voru áður í sérsveitum hersins,“ hefur Daily Mail eftir manni sem þekkir vel til. Jittery Premier League stars call in SAS soldiers to protect their families - Daily Mail https://t.co/TWppzQGGm7 #JitteryPremierLeaguestarscallSASsoldiersprotectfamilies pic.twitter.com/AMONmdmjKS— SPORTARUCE (@sportaruce) January 25, 2022
Enski boltinn England Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira