Nám fyrir veiðileiðsögn Karl Lúðvíksson skrifar 27. janúar 2022 08:25 Í samstarfi við Landsamband Veiðifélaga hefur Ferðamálaskóli Íslands undanfarin 3 ár boðið upp á nám fyrir áhugasama aðila sem vilja gerast leiðsögumenn bæði innlendra og erlendra veiðimanna í ám og vötnum landsins. Veiðileiðsögunámið er hagnýtt og nýtist í senn starfandi leiðsögumönnum og áhugasömum aðilum sem áhuga hafa á að sinna slíkri leiðsögn. Námið gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenna undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðla fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra. Meðal kennsluefnis eru undirstöðuatriði er varða líffræði og lífshætti íslenskra ferskvatnsfiska. Meðal annars er fjallað um árstíðabundnar göngur fiska, gönguhegðun þeirra í ferskvatni og sjó og samspil þátta er koma við sögu. Farið er yfir þætti er varða umgengni leiðsögumanna við veiðimenn allt frá móttöku þeirra, til veiðanna og annara ráða er varða dvöl í veiðihúsum. Farið verður í tveggja daga ferð í Eystri Rangá þar sem tekin verður fyrir kasttækni með einhendum og tvíhendum. Lögð er áhersla á Skyndihjálp og áfallahjálp þar sem litið er sérstaklega til þátta er tengjast hættum við ár og vötn.. Farið er yfir handtök er varða frágang á afla eftir veiði, blóðgun og flökun á fiski. Samhliða verður farið yfir grunnþætti sem varða meðhöndlun fiska með hliðsjón af "veiða og sleppa" veiðihættinum. Allir leiðbeinendur hafa áratuga reynslu sem leiðsögumenn eða vísindamenn hver á sínu sviði. Námið er alls 120 stundir og fer bæði fram í kennslustofu og á bökkum Eystri Rangár. Kennslan hefst miðvikudaginn 2. Mars. Leiðbeinendur eru: Þröstur Elliðason, fiskeldisfræðingur - Strengir Kristján Friðriksson, veiðimaður og dálkahöfundur Jóhannes Hinriksson, fyrrverandi rekstrarstjóri – Ytri Rangá Reynir Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur - veiðileiðsögumaður Fulltrúi frá Landsambandi veiðifélaga Björn Rúnarsson, Vatnsdalsá. Björn Theodórsson, fiskeldisfræðingur og leiðsögumaður Kristinn Helgason, Landsbjörg Sindri Hlíðar, Fish Partners Sigurður Héðinn, Siggi Haugur Sigurkarl Stefánsson, fuglafræðingur Sr. Bragi Skúlason, Landspítalinn Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár Veiði Frábær veiði í Ytri Rangá Veiði Vel á annað hundrað nemendur í Íslensku fluguveiðiakademíunni Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Hrannar Pétursson býður sig fram til stjórnar SVFR Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði
Veiðileiðsögunámið er hagnýtt og nýtist í senn starfandi leiðsögumönnum og áhugasömum aðilum sem áhuga hafa á að sinna slíkri leiðsögn. Námið gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenna undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðla fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra. Meðal kennsluefnis eru undirstöðuatriði er varða líffræði og lífshætti íslenskra ferskvatnsfiska. Meðal annars er fjallað um árstíðabundnar göngur fiska, gönguhegðun þeirra í ferskvatni og sjó og samspil þátta er koma við sögu. Farið er yfir þætti er varða umgengni leiðsögumanna við veiðimenn allt frá móttöku þeirra, til veiðanna og annara ráða er varða dvöl í veiðihúsum. Farið verður í tveggja daga ferð í Eystri Rangá þar sem tekin verður fyrir kasttækni með einhendum og tvíhendum. Lögð er áhersla á Skyndihjálp og áfallahjálp þar sem litið er sérstaklega til þátta er tengjast hættum við ár og vötn.. Farið er yfir handtök er varða frágang á afla eftir veiði, blóðgun og flökun á fiski. Samhliða verður farið yfir grunnþætti sem varða meðhöndlun fiska með hliðsjón af "veiða og sleppa" veiðihættinum. Allir leiðbeinendur hafa áratuga reynslu sem leiðsögumenn eða vísindamenn hver á sínu sviði. Námið er alls 120 stundir og fer bæði fram í kennslustofu og á bökkum Eystri Rangár. Kennslan hefst miðvikudaginn 2. Mars. Leiðbeinendur eru: Þröstur Elliðason, fiskeldisfræðingur - Strengir Kristján Friðriksson, veiðimaður og dálkahöfundur Jóhannes Hinriksson, fyrrverandi rekstrarstjóri – Ytri Rangá Reynir Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur - veiðileiðsögumaður Fulltrúi frá Landsambandi veiðifélaga Björn Rúnarsson, Vatnsdalsá. Björn Theodórsson, fiskeldisfræðingur og leiðsögumaður Kristinn Helgason, Landsbjörg Sindri Hlíðar, Fish Partners Sigurður Héðinn, Siggi Haugur Sigurkarl Stefánsson, fuglafræðingur Sr. Bragi Skúlason, Landspítalinn
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár Veiði Frábær veiði í Ytri Rangá Veiði Vel á annað hundrað nemendur í Íslensku fluguveiðiakademíunni Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Hrannar Pétursson býður sig fram til stjórnar SVFR Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði