Enrique og Lopetegui á lista United Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 20:00 Luis Enrique hefur komið spænska landsliðinu á rétta braut og liðið rétt missti af úrslitaleiknum á EM eftir tap gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Getty/Jose Luis Contreras Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Spánar eru á fjögurra manna lista Manchester United yfir þá sem forráðamenn félagsins íhuga að ráða sem næsta knattspyrnustjóra. Þjóðverjinn Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra United út leiktíðina eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember. Í sumar skiptir Rangnick svo um starf og verður ráðgjafi fyrir enska félagið. Stjóraleit United hefur því staðið yfir síðustu mánuði og samkvæmt hinum virta miðli The Athletic er United núna að hefja ráðningarferlið. Annar að gera góða hluti með spænska landsliðið en hinn rekinn þaðan fyrir að semja við Real Fjórir valkostir koma til greina, samkvæmt The Athletic. Lengi hefur verið vitað að Mauricio Pochettino, sem stýrir PSG, og Erik ten Hag hjá Ajax væru á listanum, en þar eru einnig tveir Spánverjar, þeir Luis Enrique og Julen Lopetegui. Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu frá árinu 2018, með stuttu hléi vegna veikinda dóttur sinnar sem lést úr krabbameini aðeins 9 ára gömul í ágúst 2019. Enrique kom Spáni í undanúrslit á EM síðasta sumar þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi meisturum Ítalíu. Lopetegui er stjóri Sevilla og stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020. Hann var landsliðsþjálfari Spánar frá 2016-2018 en var rekinn örfáum dögum áður en Spánn hóf keppni á HM, eftir að upp komst að hann hefði gert samkomulag við Real Madrid um að taka við liðinu. Hann entist aðeins rétt rúma tvo mánuði í starfi hjá Madrid. United vann West Ham 1-0 um helgina, með sigurmarki Marcus Rashford á síðustu stundu, og er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira
Þjóðverjinn Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra United út leiktíðina eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember. Í sumar skiptir Rangnick svo um starf og verður ráðgjafi fyrir enska félagið. Stjóraleit United hefur því staðið yfir síðustu mánuði og samkvæmt hinum virta miðli The Athletic er United núna að hefja ráðningarferlið. Annar að gera góða hluti með spænska landsliðið en hinn rekinn þaðan fyrir að semja við Real Fjórir valkostir koma til greina, samkvæmt The Athletic. Lengi hefur verið vitað að Mauricio Pochettino, sem stýrir PSG, og Erik ten Hag hjá Ajax væru á listanum, en þar eru einnig tveir Spánverjar, þeir Luis Enrique og Julen Lopetegui. Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu frá árinu 2018, með stuttu hléi vegna veikinda dóttur sinnar sem lést úr krabbameini aðeins 9 ára gömul í ágúst 2019. Enrique kom Spáni í undanúrslit á EM síðasta sumar þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi meisturum Ítalíu. Lopetegui er stjóri Sevilla og stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020. Hann var landsliðsþjálfari Spánar frá 2016-2018 en var rekinn örfáum dögum áður en Spánn hóf keppni á HM, eftir að upp komst að hann hefði gert samkomulag við Real Madrid um að taka við liðinu. Hann entist aðeins rétt rúma tvo mánuði í starfi hjá Madrid. United vann West Ham 1-0 um helgina, með sigurmarki Marcus Rashford á síðustu stundu, og er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira