Enrique og Lopetegui á lista United Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 20:00 Luis Enrique hefur komið spænska landsliðinu á rétta braut og liðið rétt missti af úrslitaleiknum á EM eftir tap gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Getty/Jose Luis Contreras Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Spánar eru á fjögurra manna lista Manchester United yfir þá sem forráðamenn félagsins íhuga að ráða sem næsta knattspyrnustjóra. Þjóðverjinn Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra United út leiktíðina eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember. Í sumar skiptir Rangnick svo um starf og verður ráðgjafi fyrir enska félagið. Stjóraleit United hefur því staðið yfir síðustu mánuði og samkvæmt hinum virta miðli The Athletic er United núna að hefja ráðningarferlið. Annar að gera góða hluti með spænska landsliðið en hinn rekinn þaðan fyrir að semja við Real Fjórir valkostir koma til greina, samkvæmt The Athletic. Lengi hefur verið vitað að Mauricio Pochettino, sem stýrir PSG, og Erik ten Hag hjá Ajax væru á listanum, en þar eru einnig tveir Spánverjar, þeir Luis Enrique og Julen Lopetegui. Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu frá árinu 2018, með stuttu hléi vegna veikinda dóttur sinnar sem lést úr krabbameini aðeins 9 ára gömul í ágúst 2019. Enrique kom Spáni í undanúrslit á EM síðasta sumar þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi meisturum Ítalíu. Lopetegui er stjóri Sevilla og stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020. Hann var landsliðsþjálfari Spánar frá 2016-2018 en var rekinn örfáum dögum áður en Spánn hóf keppni á HM, eftir að upp komst að hann hefði gert samkomulag við Real Madrid um að taka við liðinu. Hann entist aðeins rétt rúma tvo mánuði í starfi hjá Madrid. United vann West Ham 1-0 um helgina, með sigurmarki Marcus Rashford á síðustu stundu, og er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Þjóðverjinn Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra United út leiktíðina eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember. Í sumar skiptir Rangnick svo um starf og verður ráðgjafi fyrir enska félagið. Stjóraleit United hefur því staðið yfir síðustu mánuði og samkvæmt hinum virta miðli The Athletic er United núna að hefja ráðningarferlið. Annar að gera góða hluti með spænska landsliðið en hinn rekinn þaðan fyrir að semja við Real Fjórir valkostir koma til greina, samkvæmt The Athletic. Lengi hefur verið vitað að Mauricio Pochettino, sem stýrir PSG, og Erik ten Hag hjá Ajax væru á listanum, en þar eru einnig tveir Spánverjar, þeir Luis Enrique og Julen Lopetegui. Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu frá árinu 2018, með stuttu hléi vegna veikinda dóttur sinnar sem lést úr krabbameini aðeins 9 ára gömul í ágúst 2019. Enrique kom Spáni í undanúrslit á EM síðasta sumar þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi meisturum Ítalíu. Lopetegui er stjóri Sevilla og stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020. Hann var landsliðsþjálfari Spánar frá 2016-2018 en var rekinn örfáum dögum áður en Spánn hóf keppni á HM, eftir að upp komst að hann hefði gert samkomulag við Real Madrid um að taka við liðinu. Hann entist aðeins rétt rúma tvo mánuði í starfi hjá Madrid. United vann West Ham 1-0 um helgina, með sigurmarki Marcus Rashford á síðustu stundu, og er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira