Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 11:30 Frá heræfingum í Rússlandi í desember. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara. Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara.
Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23
„Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09