Einkunnir eftir sigurinn frækna á Frökkum: Frammistaða sem sagði sex og margir léku sinn besta landsleik Íþróttadeild Vísis skrifar 22. janúar 2022 19:24 Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn maður leiksins af mótshöldurum og fékk hæstu einkunn hjá Vísi fyrir frammistöðu sína gegn Frökkum. getty/Sanjin Strukic Margir áttu stórleik þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn merkasta sigur í sögunni í kvöld. Þrátt fyrir að vera án átta lykilmanna vann Ísland Ólympíumeistara Frakklands með átta marka mun, 21-29, í milliriðli I á EM. Eflaust voru margir sem óttuðust hið versta þegar Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir bættust þar með í hóp með Aroni Pálmarssyni, Björgvini Páli Gústavssyni, Bjarka Má Elíssyni, Elvari Erni Jónssyni, Ólafi Guðmundssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sem höfðu áður greinst með veiruna. Þrátt fyrir þessi forföll beit ekkert á íslenska liðið sem vann frækinn sigur á Frökkum í kvöld. Frakkland hafði unnið alla fjóra leiki sína á EM til þessa en strandaði á einbeittu, baráttuglöðu og hugrökku íslensku liði. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Eins og búast mátti við skora margir leikmenn íslenska liðsins hátt fyrir frammistöðu sína gegn Ólympíumeisturunum. Alls fengu fimm leikmenn hæstu einkunn (6) auk þjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar. Margir leikmenn íslenska liðsins þóttu leika sinn besta landsleik á ferlinum í kvöld. Allir sem komu við sögu í leiknum skiluðu sínu og hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem er komið með fjögur stig í milliriðli I. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 6 (18/1 varin skot- 57:00 mín.) Þvílík frammistaða. Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar á mótinu kom 21 árs markvörður og sýndi og sannaði hvers vegna hann er talinn einn sá efnilegasti í heimi. Að gera það sem hann gerði á þessu sviði, gegn Ólympíumeisturum Frakka, er ekki einfalt mál. Stórkostlegur leikur og veit vonandi á gott fyrir framhaldið. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 3 (0 mörk - 41:14 mín.) Lék sinn annan leik á stóra sviðinu. Náði ekki að skora en sinnti varnarskyldunum af stakri snilld og var partur af frábærri liðsheild. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 39:28 mín.) Var ískaldur í sínum öðrum landsleik. Skoraði tvö frábær mörk og varnarlega mjög öflugur allan leikinn, frá upphafi til enda. Góð viðbót við breiðan hóp Íslands. Viggó Kristjánsson, leikstjórnandi - 6 (9/1 mörk - 35:31 mín.) Lék sinn langbesta landsleik frá upphafi. Margir hafa efast um Viggó en þvílíkur karakter og kjarkur. Sýndi og sannaði að hann er einn albesti leikmaður íslenska landsliðsins. Tók leikinn á sínar herðar þegar Ómar Ingi var klipptur út í seinni hálfleik og sýndi hreint ótrúlega leiðtogahæfileika í íslensku sókninni. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 6 (10/3 mörk - 47:14 mín.) Sýndi og sannaði að þar fer einn albesti handboltamaður heimsins. Leikskilningur og yfirsýn er með því besta sem sést hefur. Leikmaður sem er á allra vörum og hafi einhver efast um að hann beri nafnbótina Íþróttamaður ársins með rentu geta menn gleymt því. Ómar Ingi er rétt að hefja sinn feril. Frammistaða hans í fyrri hálfleik fer í sögubækurnar. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 59:12 mín.) Steig upp eftir dapra frammistöðu í síðasta leik. Fékk kannski ekki þá þjónustu sem hann þarf á að halda en hann er mættur aftur og það er fagnðarefni. Elliði Snær Viðarsson, lína - 6 (4 mörk - 55:08 mín.) Lék sinn langbesta landsleik. Baráttan, krafturinn og viljinn smitaði út frá sér til annarra leikmanna. Algjörlega óttalaus. Stundum full kærulaus í skotum en erfitt að gagnrýna svona keppnismann eftir þessa frammistöðu. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 6 (4 stopp - 32:42 mín.) Langbesti leikur Ýmis á mótinu. Einhver kallaði hann bastarð; nei drullusokkur er hann með jákvæðum formerkjum. Þvílíkt barátta hjá fyrirliðanum sem dró liðið með sér frá fyrstu mínútu og lék að öllum líkindum sinn langbesta landsleik þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Daníel Þór Ingason vinstri skytta/vörn - 5 (1 mark - 30:01 mín.) Tapar ekki stöðunni maður gegn manni. Nautsterkur, eðaleintak og hugar fyrst og síðast um liðsheildina. Hefur átt afar mikilvæga innkomu á mótinu og verðskuldar sæti í íslenska liðinu. Vignir Stefánsson vinstra horn - 3 (0 mörk - 18:46 mín.) Lék sinn fyrsta leik á stóra sviðinu. Náði ekki að skora en eins og hjá öðrum í íslenska liðinu var varnarleikur hans til fyrirmyndar. Teitur Örn Einarsson hægri skytta - 3 (1 mark - 1:53 mín.) Skilaði frábæru marki. Verið stórkostlegur með Flensburg í Þýskalandi en ljóst að hann keppir við tvo frábæra leikmenn um stöðu í íslenska liðinu. Hans tími mun koma. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði of lítið Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Magnús Óli Magnússon, vinstri skytta - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Sóknarleikur Íslands hefur verið stórkostlegur allt mótið. Leikáætlun hjá þjálfaranum hefur nánast verið upp á tíu, frá upphafi til enda. Sigurinn er án nokkurs vafa einn sá stærsti sem Guðmundur hefur unnið með íslenska landsliðið og þá er meðtalinn gegn leikurinn gegn Spánverjum á Ólympíuleikunum í Peking. Keppnismaðurinn Guðmundur mun örugglega ekki láta staðar numið. Það glittir í undanúrslit eins og í Svíþjóð 2002. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ómar Ingi: Vorum alvöru lið í kvöld Ómar Ingi Magnússon var stórkostlegur í leiknum í kvöld og skoraði tíu mörk. Hann var alger lykilmaður í að smíða forystuna í fyrri hálfleik. Hann mæti í viðtal eftir leikinn en varaði við því að fljúga of hátt. 22. janúar 2022 19:12 Guðmundur: Búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð Guðmundur Guðmundsson var sigurreifur og leit um öxl í viðtali eftir sigurinn stórkostlega á Ólympíumeisturum Frakklands á EM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2022 19:05 Tölfræðin á móti Frakklandi: Draumaleikur hægri skyttnanna og Viktors í markinu Hægri vængur íslenska liðsins og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu buðu upp á heimsklassaframmistöðu í kvöld á móti einu besta handboltalandsliði heims. 22. janúar 2022 18:53 Viggó: Vörnin var ótrúleg Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, var í miklu stuði eftir sigurinn magnaða gegn Frökkum á evrópumótinu rétt í þessu. 22. janúar 2022 18:53 Elliði: Hef látið hann heyra það áður í gegnum sjónvarpið „Ég er bara orðlaus. Þetta var magnaður leikur. Við áttum alla höllina, líka frönsku stuðningsmennina held ég,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í skýjunum eftir stórkostlega frammistöðu Íslands í sigrinum gegn Frakklandi á EM. 22. janúar 2022 18:48 Leik lokið: Ísland - Frakkland 29-21 | Verðlaun í boði eftir einn merkasta sigur í sögu þjóðar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn fræknasta sigur í sögunni, þrátt fyrir mikil forföll, þegar liðið vann Ólympíumeistara Frakklands í kvöld, 21-29. 22. janúar 2022 18:25 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Eflaust voru margir sem óttuðust hið versta þegar Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir bættust þar með í hóp með Aroni Pálmarssyni, Björgvini Páli Gústavssyni, Bjarka Má Elíssyni, Elvari Erni Jónssyni, Ólafi Guðmundssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sem höfðu áður greinst með veiruna. Þrátt fyrir þessi forföll beit ekkert á íslenska liðið sem vann frækinn sigur á Frökkum í kvöld. Frakkland hafði unnið alla fjóra leiki sína á EM til þessa en strandaði á einbeittu, baráttuglöðu og hugrökku íslensku liði. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Eins og búast mátti við skora margir leikmenn íslenska liðsins hátt fyrir frammistöðu sína gegn Ólympíumeisturunum. Alls fengu fimm leikmenn hæstu einkunn (6) auk þjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar. Margir leikmenn íslenska liðsins þóttu leika sinn besta landsleik á ferlinum í kvöld. Allir sem komu við sögu í leiknum skiluðu sínu og hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem er komið með fjögur stig í milliriðli I. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 6 (18/1 varin skot- 57:00 mín.) Þvílík frammistaða. Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar á mótinu kom 21 árs markvörður og sýndi og sannaði hvers vegna hann er talinn einn sá efnilegasti í heimi. Að gera það sem hann gerði á þessu sviði, gegn Ólympíumeisturum Frakka, er ekki einfalt mál. Stórkostlegur leikur og veit vonandi á gott fyrir framhaldið. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 3 (0 mörk - 41:14 mín.) Lék sinn annan leik á stóra sviðinu. Náði ekki að skora en sinnti varnarskyldunum af stakri snilld og var partur af frábærri liðsheild. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 39:28 mín.) Var ískaldur í sínum öðrum landsleik. Skoraði tvö frábær mörk og varnarlega mjög öflugur allan leikinn, frá upphafi til enda. Góð viðbót við breiðan hóp Íslands. Viggó Kristjánsson, leikstjórnandi - 6 (9/1 mörk - 35:31 mín.) Lék sinn langbesta landsleik frá upphafi. Margir hafa efast um Viggó en þvílíkur karakter og kjarkur. Sýndi og sannaði að hann er einn albesti leikmaður íslenska landsliðsins. Tók leikinn á sínar herðar þegar Ómar Ingi var klipptur út í seinni hálfleik og sýndi hreint ótrúlega leiðtogahæfileika í íslensku sókninni. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 6 (10/3 mörk - 47:14 mín.) Sýndi og sannaði að þar fer einn albesti handboltamaður heimsins. Leikskilningur og yfirsýn er með því besta sem sést hefur. Leikmaður sem er á allra vörum og hafi einhver efast um að hann beri nafnbótina Íþróttamaður ársins með rentu geta menn gleymt því. Ómar Ingi er rétt að hefja sinn feril. Frammistaða hans í fyrri hálfleik fer í sögubækurnar. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 59:12 mín.) Steig upp eftir dapra frammistöðu í síðasta leik. Fékk kannski ekki þá þjónustu sem hann þarf á að halda en hann er mættur aftur og það er fagnðarefni. Elliði Snær Viðarsson, lína - 6 (4 mörk - 55:08 mín.) Lék sinn langbesta landsleik. Baráttan, krafturinn og viljinn smitaði út frá sér til annarra leikmanna. Algjörlega óttalaus. Stundum full kærulaus í skotum en erfitt að gagnrýna svona keppnismann eftir þessa frammistöðu. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 6 (4 stopp - 32:42 mín.) Langbesti leikur Ýmis á mótinu. Einhver kallaði hann bastarð; nei drullusokkur er hann með jákvæðum formerkjum. Þvílíkt barátta hjá fyrirliðanum sem dró liðið með sér frá fyrstu mínútu og lék að öllum líkindum sinn langbesta landsleik þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Daníel Þór Ingason vinstri skytta/vörn - 5 (1 mark - 30:01 mín.) Tapar ekki stöðunni maður gegn manni. Nautsterkur, eðaleintak og hugar fyrst og síðast um liðsheildina. Hefur átt afar mikilvæga innkomu á mótinu og verðskuldar sæti í íslenska liðinu. Vignir Stefánsson vinstra horn - 3 (0 mörk - 18:46 mín.) Lék sinn fyrsta leik á stóra sviðinu. Náði ekki að skora en eins og hjá öðrum í íslenska liðinu var varnarleikur hans til fyrirmyndar. Teitur Örn Einarsson hægri skytta - 3 (1 mark - 1:53 mín.) Skilaði frábæru marki. Verið stórkostlegur með Flensburg í Þýskalandi en ljóst að hann keppir við tvo frábæra leikmenn um stöðu í íslenska liðinu. Hans tími mun koma. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði of lítið Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Magnús Óli Magnússon, vinstri skytta - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Sóknarleikur Íslands hefur verið stórkostlegur allt mótið. Leikáætlun hjá þjálfaranum hefur nánast verið upp á tíu, frá upphafi til enda. Sigurinn er án nokkurs vafa einn sá stærsti sem Guðmundur hefur unnið með íslenska landsliðið og þá er meðtalinn gegn leikurinn gegn Spánverjum á Ólympíuleikunum í Peking. Keppnismaðurinn Guðmundur mun örugglega ekki láta staðar numið. Það glittir í undanúrslit eins og í Svíþjóð 2002. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ómar Ingi: Vorum alvöru lið í kvöld Ómar Ingi Magnússon var stórkostlegur í leiknum í kvöld og skoraði tíu mörk. Hann var alger lykilmaður í að smíða forystuna í fyrri hálfleik. Hann mæti í viðtal eftir leikinn en varaði við því að fljúga of hátt. 22. janúar 2022 19:12 Guðmundur: Búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð Guðmundur Guðmundsson var sigurreifur og leit um öxl í viðtali eftir sigurinn stórkostlega á Ólympíumeisturum Frakklands á EM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2022 19:05 Tölfræðin á móti Frakklandi: Draumaleikur hægri skyttnanna og Viktors í markinu Hægri vængur íslenska liðsins og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu buðu upp á heimsklassaframmistöðu í kvöld á móti einu besta handboltalandsliði heims. 22. janúar 2022 18:53 Viggó: Vörnin var ótrúleg Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, var í miklu stuði eftir sigurinn magnaða gegn Frökkum á evrópumótinu rétt í þessu. 22. janúar 2022 18:53 Elliði: Hef látið hann heyra það áður í gegnum sjónvarpið „Ég er bara orðlaus. Þetta var magnaður leikur. Við áttum alla höllina, líka frönsku stuðningsmennina held ég,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í skýjunum eftir stórkostlega frammistöðu Íslands í sigrinum gegn Frakklandi á EM. 22. janúar 2022 18:48 Leik lokið: Ísland - Frakkland 29-21 | Verðlaun í boði eftir einn merkasta sigur í sögu þjóðar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn fræknasta sigur í sögunni, þrátt fyrir mikil forföll, þegar liðið vann Ólympíumeistara Frakklands í kvöld, 21-29. 22. janúar 2022 18:25 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Ómar Ingi: Vorum alvöru lið í kvöld Ómar Ingi Magnússon var stórkostlegur í leiknum í kvöld og skoraði tíu mörk. Hann var alger lykilmaður í að smíða forystuna í fyrri hálfleik. Hann mæti í viðtal eftir leikinn en varaði við því að fljúga of hátt. 22. janúar 2022 19:12
Guðmundur: Búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð Guðmundur Guðmundsson var sigurreifur og leit um öxl í viðtali eftir sigurinn stórkostlega á Ólympíumeisturum Frakklands á EM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2022 19:05
Tölfræðin á móti Frakklandi: Draumaleikur hægri skyttnanna og Viktors í markinu Hægri vængur íslenska liðsins og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu buðu upp á heimsklassaframmistöðu í kvöld á móti einu besta handboltalandsliði heims. 22. janúar 2022 18:53
Viggó: Vörnin var ótrúleg Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, var í miklu stuði eftir sigurinn magnaða gegn Frökkum á evrópumótinu rétt í þessu. 22. janúar 2022 18:53
Elliði: Hef látið hann heyra það áður í gegnum sjónvarpið „Ég er bara orðlaus. Þetta var magnaður leikur. Við áttum alla höllina, líka frönsku stuðningsmennina held ég,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í skýjunum eftir stórkostlega frammistöðu Íslands í sigrinum gegn Frakklandi á EM. 22. janúar 2022 18:48
Leik lokið: Ísland - Frakkland 29-21 | Verðlaun í boði eftir einn merkasta sigur í sögu þjóðar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn fræknasta sigur í sögunni, þrátt fyrir mikil forföll, þegar liðið vann Ólympíumeistara Frakklands í kvöld, 21-29. 22. janúar 2022 18:25