Maja birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún segir frá atvikinu. Þar segir hún frá því hvernig hún náði að fela sig með börnunum tveim og læsa að sér inni í herbergi áður en innbrotsþjófarnir komust inn í húsið.

Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri liðsins, var spurður að því fyrir helgi hvort félagið myndi skoða að útvega fjölskyldum leikmanna einhvers konar vernd á meðan leikjum liðsins stendur.
„Já, klárlega,“ sagði Rangnick. „Ég held meira að segja að við séum að fara að halda fund uppi á hóteli þar sem félagið mun ræða við leikmenn um hvað geti verið gert til að auka öryggi fjölskyldna þeirra.“
„Hvað er nauðsynlegt að gera? Hvernig getur félagið stutt við leikmenn á þessu sviði?“ spurði Rangnick.
„Þetta er eitthvað sem félagið mun ræða við leikmenn á næstu vikum og vonandi getum við gert heimili þeirra að öruggari stað í framtíðinni.“
Verður ekki með gegn West Ham í dag
Lindelöf verður ekki í leikmannahóp Manchester United í dag til að vera með fjölskyldu sinni, en liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
„Ég ræddi við hann í flugvélinni á leiðinni heim frá London á miðvikudaginn og aftur í gærmorgun í 20 til 25 mínútur,“ sagði Rangnick.
„Hann sagði mér hvað hefði gerst og þetta hefur tekið á fjölskylduna. Sérstaklega konuna hans og þriggja ára son þeirra.“
Hann sagði mér að hann verði að vera heima. Hann vill ekki skilja fjölskylduna eina eftir og sem tveggja barna faðir skil ég það fullkomlega.“
„Við ákváðum að hann myndi ekki æfa í dag (föstudag) og að hann þyrfti ekki að taka þátt í leiknum á morgun.“