Alexander-Arnold um Jota: Hann er leikmaður í heimsklassa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2022 07:00 Trent Alexander-Arnold hrósaði liðsfélaga sínum, Diogo Jota, í hástert. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, var eðlilega sáttur með 2-0 sigur sinna manna gegn Arsenal sem skilaði liðinu í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gærkvöldi. Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool, og bakvörðurinn segir að liðsfélagi sinn sé í heimsklassa. „Ég hlakka mikið til að spila úrslitaleikinn. Það er gott fyrir okkur að komast þangað og það er það sem við búumst við af okkur,“ sagði Trent í leikslok. „Við höfum spilað vel þessar seinustu vikur þar sem við höfum þurft að nota unga stráka en við erum að vinna þessa leiki. Við spiluðum vel í kvöld og áttum sigurinn skilinn.“ „Við gáfum þeim ekki mörg færi og héldum þeim í hæfilegri fjarlægð. Fyrra markið sem Diogo Jota skoraði var frábært og lík það seinna. Hann er leikmaður í heimsklassa og hefur aldrei spilað jafn vel fyrir liðið eins og að undanförnu. Vonandi fáum við fleiri mörk frá honum og vonandi vinnum við úrslitaleikinn.“ Trent hefur veri duglegur við að leggja upp mörk á tímabilinu, líkt og áður, og hann var spurður að því hvort að hann telji stoðsendingarnar sínar, en hann lgði upp bæði mörk gærkvöldsins. „Auðvitað. Talan er góð núna og þetta eru kröfurnar sem ég set á sjálfan mig. Ég vil skapa og búa til fyrir liðið. Ég bjó til tvö í viðbót í kvöld og það skiptir í raun ekki máli hver er á hinum endanum til að klára færin.“ Að lokum talaði Trent um mikilvægi þess að hafa áhorfendur á úrslitaleiknum sem fer fram á Wembley þann 27. febrúar. „Þetta er það sem við viljum. Þetta var ekki eins þegar við yfirgáfum tóman Anfield eftir að hafa unnið deildina. Það er komið svolítið síðan við lyftum bikar og það er gott fyrir okkur að vera komnir í úrslit. Við eigum enn eftir að spila 90 mínútur á móti frábæru liði,“ sagði bakvörðurinn að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool á leið í úrslit eftir sigur gegn Arsenal Liverpool vann 2-0 sigur er liðið heimsótti Arsenal í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld. 20. janúar 2022 21:38 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira
„Ég hlakka mikið til að spila úrslitaleikinn. Það er gott fyrir okkur að komast þangað og það er það sem við búumst við af okkur,“ sagði Trent í leikslok. „Við höfum spilað vel þessar seinustu vikur þar sem við höfum þurft að nota unga stráka en við erum að vinna þessa leiki. Við spiluðum vel í kvöld og áttum sigurinn skilinn.“ „Við gáfum þeim ekki mörg færi og héldum þeim í hæfilegri fjarlægð. Fyrra markið sem Diogo Jota skoraði var frábært og lík það seinna. Hann er leikmaður í heimsklassa og hefur aldrei spilað jafn vel fyrir liðið eins og að undanförnu. Vonandi fáum við fleiri mörk frá honum og vonandi vinnum við úrslitaleikinn.“ Trent hefur veri duglegur við að leggja upp mörk á tímabilinu, líkt og áður, og hann var spurður að því hvort að hann telji stoðsendingarnar sínar, en hann lgði upp bæði mörk gærkvöldsins. „Auðvitað. Talan er góð núna og þetta eru kröfurnar sem ég set á sjálfan mig. Ég vil skapa og búa til fyrir liðið. Ég bjó til tvö í viðbót í kvöld og það skiptir í raun ekki máli hver er á hinum endanum til að klára færin.“ Að lokum talaði Trent um mikilvægi þess að hafa áhorfendur á úrslitaleiknum sem fer fram á Wembley þann 27. febrúar. „Þetta er það sem við viljum. Þetta var ekki eins þegar við yfirgáfum tóman Anfield eftir að hafa unnið deildina. Það er komið svolítið síðan við lyftum bikar og það er gott fyrir okkur að vera komnir í úrslit. Við eigum enn eftir að spila 90 mínútur á móti frábæru liði,“ sagði bakvörðurinn að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool á leið í úrslit eftir sigur gegn Arsenal Liverpool vann 2-0 sigur er liðið heimsótti Arsenal í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld. 20. janúar 2022 21:38 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira
Liverpool á leið í úrslit eftir sigur gegn Arsenal Liverpool vann 2-0 sigur er liðið heimsótti Arsenal í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld. 20. janúar 2022 21:38