Fred: Falskar fréttir úr búningsklefa Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 10:00 Cristiano Ronaldo faðmar Fred eftir leik Manchester United á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. EPA-EFE/PETER POWELL Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred segir ekkert til í þeim fréttum að einhver óeining sé meðal leikmanna Manchester United eins og hefur verið skrifað talsvert um í enskum miðlum að undanförnu. Það hefur lítið gengið hjá United á tímabilinu og liðið hefur gefið á sér höggstað með ástríðulitlum og ósannfærandi leik að undanförnu. Allt fór síðan á flug um slæma stöðu á bak við tjöldin eftir ummæli Luke Shaw í viðtali eftir tapleik á móti Úlfunum. Luke Shaw talaði þar um að leikmenn liðsins væru ekki allir að vinna saman. Miðjumaðurinn Fred sendir þær fréttir til föðurhúsanna um að það séu klíkur innan Manchester United hópsins. Fred says there are no cliques in the Man United dressing room and insists English and Portuguese speakers get on well https://t.co/UQ3b0ncKG8 @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) January 17, 2022 Fred telur að það sé bara eðlilegt að leikmenn, sem tali saman tungumál, verði góðir félagar en segir að andrúmsloftið í búningsklefanum sé frábært. „Við sem tölum portúgölsku, við tölum saman og erum góðir vinir,“ sagði Fred við ESPN í Brasilíu. „Ég hef verið góður vinur Alex Telles innan sem utan vallar í mörg ár. Ég er því nánari honum en það þýðir ekki að ég tali ekki við [Jesse] Lingard, [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood eða [Harry] Maguire og hina ensku leikmennina,“ sagði Fred. „Við eigum mjög góðan vinskap og það er frábært andrúmsloft í búningsklefanum. Við erum góðir vinir og erum alltaf að hafa gaman saman,“ sagði Fred. „Í hvert skipti sem það er mögulegt þá borðum við saman. Það hefur ekki gerst upp á síðkastið út af COVID-19 en við reynum alltaf að vera saman,“ sagði Fred. „Þetta er risastór klúbbur og fólk mun alltaf reyna að segja eitthvað um okkur. Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður sem allir vilja tala um og því miður fara falskar fréttir að koma út. Þetta er bara því miður hluti af þessu,“ sagði Fred. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá United á tímabilinu og liðið hefur gefið á sér höggstað með ástríðulitlum og ósannfærandi leik að undanförnu. Allt fór síðan á flug um slæma stöðu á bak við tjöldin eftir ummæli Luke Shaw í viðtali eftir tapleik á móti Úlfunum. Luke Shaw talaði þar um að leikmenn liðsins væru ekki allir að vinna saman. Miðjumaðurinn Fred sendir þær fréttir til föðurhúsanna um að það séu klíkur innan Manchester United hópsins. Fred says there are no cliques in the Man United dressing room and insists English and Portuguese speakers get on well https://t.co/UQ3b0ncKG8 @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) January 17, 2022 Fred telur að það sé bara eðlilegt að leikmenn, sem tali saman tungumál, verði góðir félagar en segir að andrúmsloftið í búningsklefanum sé frábært. „Við sem tölum portúgölsku, við tölum saman og erum góðir vinir,“ sagði Fred við ESPN í Brasilíu. „Ég hef verið góður vinur Alex Telles innan sem utan vallar í mörg ár. Ég er því nánari honum en það þýðir ekki að ég tali ekki við [Jesse] Lingard, [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood eða [Harry] Maguire og hina ensku leikmennina,“ sagði Fred. „Við eigum mjög góðan vinskap og það er frábært andrúmsloft í búningsklefanum. Við erum góðir vinir og erum alltaf að hafa gaman saman,“ sagði Fred. „Í hvert skipti sem það er mögulegt þá borðum við saman. Það hefur ekki gerst upp á síðkastið út af COVID-19 en við reynum alltaf að vera saman,“ sagði Fred. „Þetta er risastór klúbbur og fólk mun alltaf reyna að segja eitthvað um okkur. Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður sem allir vilja tala um og því miður fara falskar fréttir að koma út. Þetta er bara því miður hluti af þessu,“ sagði Fred.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira