Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 11:13 Frá franska þinginu í gær. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær aðgerðir ríkisstjórnar landsins gegn faraldri Kórónuveirunnar en þar á meðal eru hertar aðgerðir gegn óbólusettu fólki í landinu. Tekinn verður upp bólusetningarpassi og verður óbólusettum meinaður aðgangur að veitingastöðum, leikvöngum, öðrum samkomum og opinberum vettvangi. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira