Boris Johnson forsætisráðherra baðst í vikunni afsökunar á veislu sem haldin var í garði hans í maí 2020 en nú hefur breska blaðið Telegraph greint frá því að tvær kveðjuveislur fyrir fráfarandi starfsmenn hafi verið haldnar 16. apríl 2021, kvöldið áður en útför Filippusar drottningarmanns fór fram.
Um þrjátíu manns voru í veislunum, þar sem áfengi var haft um hönd og dansað fram á nótt.
Á sama tíma voru allar innanhúss samkomur í Englandi bannaðar.
Skrifstofa Johnsons hefur hvorki játað því né neitað að veislurnar hafi farið fram. Johnson var þó sjálfur ekki viðstaddur en hann eyddi þeirri helgi á sveitasetri forsætisráðherra.