Gerrard: „Auðvelt að kenna óheppni og dómurum um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2022 23:31 Tvö mörk voru dæmd af Aston Villa í kvöld en Steven Gerrard segist ekki ætla að kenna dómurunum um tapið. Martin Rickett/PA Images via Getty Images Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist ekki ætla að kenna dómurum leiksins um tap sinna manna gegn Manchester United í FA bikarnum í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United eftir að tvö mörk voru dæmd af Aston Villa. Það síðara var nokkuð augljóslega rangstaða, en myndbandsdómarar, og svo síðar dómari leiksins, tóku sér góðan tíma í að skoða hvað gerðist í því fyrra. Fyrst var skoðað hvort að boltinn hafi haft viðkomu í Ollie Watkins á leið sinni til Danny Ings, en það hefði gert þann síðarnefnda rangstæðan. Þegar búið var að ganga úr skugga um að svo var ekki þurfti að athuga hvort að Jacob Ramsey hafi hindrað Edinson Cavani í leið sinni að boltanum. Ramsey stóð í rangstöðu og þegar búið vr að ákvarða að hann hafi haft áhrif á Cavani var markið að lokum dæmt af. Steven Gerrard var spurður út í atvikið eftir leik og hann byrjaði á því að spyrja til baka hversu langan tíma blaðamaðurinn hefði áður en hann svaraði spurningunni. „Hversu langan tíma höfum við?“ spurði Gerrar. „Dómararnir tóku sér þrjár og hálfa mínútu í að skoða þetta og þeir skoðuðu tvo eða þrjá hluti.“ Gerrard vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið í kvöld. „Þegar VAR er á svæðinu og þeir taka ákvörðun með því þá verður þú bara að sætta þig við það. Það er ekkert sem þú getur gert til að breyta því. Það er auðvelt að kenna óheppni og dómurunum um, en við ælum ekki að gera það.“ Aston Villa tekur á móti United aftur um helgina og Gerrard segir að það sé gullið tækifæri til að koma til baka eftir þennan leik. „Það er pínu sérstakt að spila við sama liðið tvisvar á fimm eða sex dögum. Leikmennirnir hafa núna tækifæri til að snúa þessu við. Ég er viss um að mínir menn eru pirraðir. Þeir spiluðu vel og yfirspiluðu United stóran hluta leiksins en voru ekki verðlaunaðir fyrir frammistöðuna þannig að nú er tækifæri til að taka á móti þeim á Villa Park og snúa þessu við.“ „Ég er ekki vonsvikinn með frammistöðuna í kvöld. Ég er vonsvikinn með það að við höfum ekki nýtt færin okkar og fengið á okkur klaufalegt mark,“ sagði Gerrard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United eftir að tvö mörk voru dæmd af Aston Villa. Það síðara var nokkuð augljóslega rangstaða, en myndbandsdómarar, og svo síðar dómari leiksins, tóku sér góðan tíma í að skoða hvað gerðist í því fyrra. Fyrst var skoðað hvort að boltinn hafi haft viðkomu í Ollie Watkins á leið sinni til Danny Ings, en það hefði gert þann síðarnefnda rangstæðan. Þegar búið var að ganga úr skugga um að svo var ekki þurfti að athuga hvort að Jacob Ramsey hafi hindrað Edinson Cavani í leið sinni að boltanum. Ramsey stóð í rangstöðu og þegar búið vr að ákvarða að hann hafi haft áhrif á Cavani var markið að lokum dæmt af. Steven Gerrard var spurður út í atvikið eftir leik og hann byrjaði á því að spyrja til baka hversu langan tíma blaðamaðurinn hefði áður en hann svaraði spurningunni. „Hversu langan tíma höfum við?“ spurði Gerrar. „Dómararnir tóku sér þrjár og hálfa mínútu í að skoða þetta og þeir skoðuðu tvo eða þrjá hluti.“ Gerrard vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið í kvöld. „Þegar VAR er á svæðinu og þeir taka ákvörðun með því þá verður þú bara að sætta þig við það. Það er ekkert sem þú getur gert til að breyta því. Það er auðvelt að kenna óheppni og dómurunum um, en við ælum ekki að gera það.“ Aston Villa tekur á móti United aftur um helgina og Gerrard segir að það sé gullið tækifæri til að koma til baka eftir þennan leik. „Það er pínu sérstakt að spila við sama liðið tvisvar á fimm eða sex dögum. Leikmennirnir hafa núna tækifæri til að snúa þessu við. Ég er viss um að mínir menn eru pirraðir. Þeir spiluðu vel og yfirspiluðu United stóran hluta leiksins en voru ekki verðlaunaðir fyrir frammistöðuna þannig að nú er tækifæri til að taka á móti þeim á Villa Park og snúa þessu við.“ „Ég er ekki vonsvikinn með frammistöðuna í kvöld. Ég er vonsvikinn með það að við höfum ekki nýtt færin okkar og fengið á okkur klaufalegt mark,“ sagði Gerrard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Sjá meira