Vilja láta rannsaka frestunina á undanúrslitaleik Liverpool og Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2022 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, greindi frá því eftir sigur liðsins gegn Shrewsburi í FA bikarnum að öll jákvæði prófin nema eitt hefðu verið fölsk. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Enski deildarbikarinn heyrir undir Ensku deildarkeppnina, EFL, en nú hafa samtökunum borist kvartanir eftir að Liverpool fékk fyrri undanúrslitaleik sínum gegn Arsenal síðastliðinn fimmtudag frestað. Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira