Erlingur reiðir sig á tölvunarfræðing, lækni og endurskoðanda á EM Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 10:00 Erlingur Richardsson hefur gert flotta hluti með hollenska landsliðið og vonast til að taka annað skref í rétta átt á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. EPA-EFE/Marcin Gadomski Á meðan að kvennalandslið Hollands í handbolta hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á stórmótum þá hefur karlalandsliðið rétt kynnst því að spila á stórmóti. Erlingur Richardsson var fenginn til að stýra karlaliðinu í rétta átt og koma leikmönnum úr áhugamennsku í atvinnumennsku. Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.
EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira