Margir leikmenn sagðir vilja komast í burtu frá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 10:31 Ralf Rangnick eftir tapleik Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford á mánudagskvöldið. Getty/Gareth Copley Það er ljóst að næstu vikur og mánuðir verða mjög krefjandi fyrir Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra Manchester United. Rangnick tapaði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri United á mánudagskvöldið og ósannfærandi spilamennska liðsins kallaði á mikla gagnrýni frá helstu sérfræðingum. PAPER TALK Man Utd exodus on the cards? Chelsea hope to retain Rudiger Arsenal defender set for Roma#mufc #cfc #afchttps://t.co/qA2ZGNYDSF— TEAMtalk (@TEAMtalk) January 5, 2022 Knattspyrnuspekingar eru flestir á því að honum hafi ekki tekist að fá stórstjörnur United til að vinna saman og það líti hreinlega út fyrir að leikmenn geri bara það sem þeim langar til inn á vellinum. Það eru líka farnar að heyrast mikið af óánægjuröddum innan úr herbúðum liðsins og það virðast vera margir ósáttir í klefanum. Í nýrri frétt frá Daily Mirror er sagt frá því að ellefu leikmenn liðsins vilji yfirgefa Manchester United í janúarglugganum. Rangnick mætti á Old Trafford í lok nóvember 2021 eftir að Ole Gunnar Solskjaer var rekinn. Hann á að stýra liðinu fram á sumar þegar nýr framtíðarstjóri liðsins verður ráðinn. Hinn 63 ára gamli þýski knattspyrnustjóri er í fyrsta sinn að stýra einu af stóru félögunum í knattspyrnuheiminum og er í fyrsta sinn að glíma við mikla pressu og fullt af stórstjörnum í leikmannahópnum. 11 players want to leave Old Trafford! https://t.co/9fphX5pHaU— SPORTbible (@sportbible) January 5, 2022 Samkvæmt fyrrnefndri frétt eru það allt að ellefu leikmenn sem eru búnir að fá nóg og vilja komast í burtu. Margir leikmenn United eru sagðir lítt hrifnir af þjálfaraaðferðum Rangnick og hafa ekki trú á leikskipulagi hans. Jesse Lingard, Donny van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru meðal þeirra leikmanna sem vilja komast til annars liðs í janúar. Lingard hefur verið orðaður við Newcastle og West Ham en hann er að renna út á samningi í sumar. Van de Beek hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liðinu, hvorki hjá Solskjær né Rangnick. Bailly er farinn í Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni en hann hefur lítið fengið að spila með United í vetur. Henderson hefur lengi verið varamarkvörður David de Gea og þarf nauðsynlega að fá að fara að spila. Hann er að berjast um sæti í HM-hópi Englands og þarf mínútur, mögulega hjá Newcastle. Heimildarmaður Mirror segir ástandið í klefanum sé ekki gott og andrúmsloftið hjá félaginu er slæmt. Það lítur því út fyrir frekari vandræði hjá félaginu á næstunni. United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en næsti leikur liðsins er bikarleikur á móti Aston Villa á Old Trafford um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Rangnick tapaði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri United á mánudagskvöldið og ósannfærandi spilamennska liðsins kallaði á mikla gagnrýni frá helstu sérfræðingum. PAPER TALK Man Utd exodus on the cards? Chelsea hope to retain Rudiger Arsenal defender set for Roma#mufc #cfc #afchttps://t.co/qA2ZGNYDSF— TEAMtalk (@TEAMtalk) January 5, 2022 Knattspyrnuspekingar eru flestir á því að honum hafi ekki tekist að fá stórstjörnur United til að vinna saman og það líti hreinlega út fyrir að leikmenn geri bara það sem þeim langar til inn á vellinum. Það eru líka farnar að heyrast mikið af óánægjuröddum innan úr herbúðum liðsins og það virðast vera margir ósáttir í klefanum. Í nýrri frétt frá Daily Mirror er sagt frá því að ellefu leikmenn liðsins vilji yfirgefa Manchester United í janúarglugganum. Rangnick mætti á Old Trafford í lok nóvember 2021 eftir að Ole Gunnar Solskjaer var rekinn. Hann á að stýra liðinu fram á sumar þegar nýr framtíðarstjóri liðsins verður ráðinn. Hinn 63 ára gamli þýski knattspyrnustjóri er í fyrsta sinn að stýra einu af stóru félögunum í knattspyrnuheiminum og er í fyrsta sinn að glíma við mikla pressu og fullt af stórstjörnum í leikmannahópnum. 11 players want to leave Old Trafford! https://t.co/9fphX5pHaU— SPORTbible (@sportbible) January 5, 2022 Samkvæmt fyrrnefndri frétt eru það allt að ellefu leikmenn sem eru búnir að fá nóg og vilja komast í burtu. Margir leikmenn United eru sagðir lítt hrifnir af þjálfaraaðferðum Rangnick og hafa ekki trú á leikskipulagi hans. Jesse Lingard, Donny van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru meðal þeirra leikmanna sem vilja komast til annars liðs í janúar. Lingard hefur verið orðaður við Newcastle og West Ham en hann er að renna út á samningi í sumar. Van de Beek hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liðinu, hvorki hjá Solskjær né Rangnick. Bailly er farinn í Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni en hann hefur lítið fengið að spila með United í vetur. Henderson hefur lengi verið varamarkvörður David de Gea og þarf nauðsynlega að fá að fara að spila. Hann er að berjast um sæti í HM-hópi Englands og þarf mínútur, mögulega hjá Newcastle. Heimildarmaður Mirror segir ástandið í klefanum sé ekki gott og andrúmsloftið hjá félaginu er slæmt. Það lítur því út fyrir frekari vandræði hjá félaginu á næstunni. United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en næsti leikur liðsins er bikarleikur á móti Aston Villa á Old Trafford um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira